Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 18

Morgunn - 01.06.1957, Page 18
12 MORGUNN fyrir árið 1920 og (hefði eignast einn son, sem alltaf var kallaður „snáSinn“. Nú vildi dr. Soal eðlilega heyra eitthvað meira frá Gor- don Davis, fá frekari sannanir frá honum. Davis virtist skilja það og leitast við að sanna sig. M. a. sagði 'hann: „Manstu eftir því, að í skóla þótti mér gaman að rök- ræða við H . . . Hs . . . Hs . . . , ó, hvað er erfitt með þessi nöfn. Mig langaði að fá rækilegri kennslu í landa . . . landafræði . . . um harpuner og þessháttar". Nú minntist dr. Soal þess, að Gordon Davis þótti gam- an að rökræða við einn kennarann í skólanum, sem hét Histed, en ekki minntist hann þess, að þeir hefðu nokkru sinni talað um harpuner. Þegar Gordon Davis var spurður um, hvar konan hans ætti nú heima, svaraði röddin: „Gamli félagi, ég get ekki lengur, ekki eina sekúndu". Nú greip stjórnandi miðilsins fram í og kvað kraftinn vera þrotinn og ekki unnt að halda fundinum áfram leng- ur. Hann sagði, að tvö E stæðu í sambandi við heimilis- fang frú Davis. Þetta reyndist síðar rétt,- fjölskyldan var þá flutt til Eastern Esplanade, Southend on Sea. Næsti fundur var haldinn 9. janúar 1922. Stjórnandi miðilsins talaði og sagði, að Gordon Davis gæti ekki tal- að sjálfur, hann væri of sterkur fyrir miðilinn. í stað þess myndi hann nú segja sér — stjórnandanum — frá húsi sínu og heimili, og hann — stjórnandinn — síðar koma orðum hans eða hugsunum til dr. Soals á fundinum. Af frásögninni sýnist, sem nú hafi ekki átt sér stað beint samtal milli stjórnandans og Gordon Davis, heldur ein- hvers konar hugsanaflutningur, fjarhrif. Þegar stjórn- andinn er spurður, hvort hús frú Gordon sé í Rochford, svarar hann því, að hann haldi að svo sé ekki. Aftur á móti vissi hann býsna mikið um útlit hússins, sem allt reyndist síðan rétt. Stjórnandinn sagði, að einhvers kon- ar útskot væri fram úr húsinu, sem ekki væri á hinum húsunum, þó væri það ekki anddyri. Það kom síðar í ljós,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.