Morgunn - 01.06.1957, Síða 18
12 MORGUNN
fyrir árið 1920 og (hefði eignast einn son, sem alltaf var
kallaður „snáSinn“.
Nú vildi dr. Soal eðlilega heyra eitthvað meira frá Gor-
don Davis, fá frekari sannanir frá honum. Davis virtist
skilja það og leitast við að sanna sig. M. a. sagði 'hann:
„Manstu eftir því, að í skóla þótti mér gaman að rök-
ræða við H . . . Hs . . . Hs . . . , ó, hvað er erfitt með þessi
nöfn. Mig langaði að fá rækilegri kennslu í landa . . .
landafræði . . . um harpuner og þessháttar".
Nú minntist dr. Soal þess, að Gordon Davis þótti gam-
an að rökræða við einn kennarann í skólanum, sem hét
Histed, en ekki minntist hann þess, að þeir hefðu nokkru
sinni talað um harpuner.
Þegar Gordon Davis var spurður um, hvar konan hans
ætti nú heima, svaraði röddin: „Gamli félagi, ég get ekki
lengur, ekki eina sekúndu".
Nú greip stjórnandi miðilsins fram í og kvað kraftinn
vera þrotinn og ekki unnt að halda fundinum áfram leng-
ur. Hann sagði, að tvö E stæðu í sambandi við heimilis-
fang frú Davis. Þetta reyndist síðar rétt,- fjölskyldan var
þá flutt til Eastern Esplanade, Southend on Sea.
Næsti fundur var haldinn 9. janúar 1922. Stjórnandi
miðilsins talaði og sagði, að Gordon Davis gæti ekki tal-
að sjálfur, hann væri of sterkur fyrir miðilinn. í stað þess
myndi hann nú segja sér — stjórnandanum — frá húsi
sínu og heimili, og hann — stjórnandinn — síðar koma
orðum hans eða hugsunum til dr. Soals á fundinum. Af
frásögninni sýnist, sem nú hafi ekki átt sér stað beint
samtal milli stjórnandans og Gordon Davis, heldur ein-
hvers konar hugsanaflutningur, fjarhrif. Þegar stjórn-
andinn er spurður, hvort hús frú Gordon sé í Rochford,
svarar hann því, að hann haldi að svo sé ekki. Aftur á
móti vissi hann býsna mikið um útlit hússins, sem allt
reyndist síðan rétt. Stjórnandinn sagði, að einhvers kon-
ar útskot væri fram úr húsinu, sem ekki væri á hinum
húsunum, þó væri það ekki anddyri. Það kom síðar í ljós,