Morgunn - 01.06.1957, Page 19
MORGUNN 13
að þetta var inngangur að jarðgöngum, sem lágu frá göt-
unni og í bakgarð hússins.
Þegar stjórnandinn var spurður um, hvort húsið stæði
við götu, svaraði hann: „Húsið er áfast öðrum húsum, ég
held að þetta sé ekki venjuleg gata, heldur svona hálf-
vegis gata“. Þegar dr. Soal kom síðar á staðinn, sá hann
að húsið var sambyggt öðrum húsum við Eastern Es-
planade og að hús stóðu aðeins öðru megin götunnar,
sem þannig var „hálfvegis gata“.
Dr. Soal spurði nú stjórnanda miðilsins, hvort hann
gæti sagt frá nokkru, sem væri í húsinu. Hann sagði þá
frá ýmsum hlutum í húsinu, sem síðar reyndust allir vera
þar til.
Þá var þriðji fundurinn haldinn 30. janúar 1922. Þá
var stjórnandinn beðinn að sækja Gordon Davis, en hann
svaraði: „Ég get aðeins séð húsið hans, og þó óljóst . . .
Þar situr svartur fugl á píanóinu, þó er ég ekki viss um
það“.
Vér skulum taka eftir því, að hér koma upplýsingarnar
ekki frá Gordon Davis sjálfum, heldur stjórnanda mið-
ilsins.
Á þessum þrem fundum sýnast sæmileg sönnunargögn
hafa borizt fyrir því, að framliðinn maður hafi komið að
miðilssambandinu. En síðar kom hvorki meira né minna
í Ijós en það, að Gordon Davis hafði alls ekki dáið, held-
ur var bráðlifandi í heimili sínu í Southend on Sea. Dr.
Soal heimsótti 'hann þar og fékk staðfesting á öllu því,
sem fram hafði komið á fundunum og fundargestunum
hafði verið algerlega ókunnugt um áður. M. a. fékk dr.
Soal staðfestingu á rökræðum Davis á skólaárunum um
harpuner við kennara sinn, Histed. Furðulegust var lýs-
ingin á heimili Davis, og furðulegust vegna þess, að Davis
og fjölskylda hans fluttist alls ekki i þetta hús fyrr en
13. desember 1923, eða nærfellt ári síðar en fundirnir
voru haldnir.
Áður en lengra er haldið, skulum vér gera oss Ijósar