Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 24
18
MORGUNN
ili, sem hann eignast ekki fyrr en um það bil einu ári
síðar og hann hafði þá sjálfur enga hugmynd um þá, að
hann myndi eignast.
Hvernig á að skilja þetta? Vér getum ekki komizt hjá
að álykta, að þekking viðurkenndra sálfræðinga hafi fram
að þessu verið ákaflega ófullkomin, og að mannssálin sé
gædd miklu fjölbreyttari hæfileikum en menn hafa fram
að síðustu tímum vitað um, að vér séum nú þegar í jarð-
lífinu andar, sem geta starfað óháð jarðneska líkamanum
og langar leiðir frá honum.
Og enn gefa þessi dæmi oss þá bendingu um miðilssam-
bandið sjálft, að því fari ákaflega fjarri, að vér höfum
vísvitandi samband við framliðna menn, hverju sinni, er
vér sitjum miðilsfund, jafnvel þótt svo virðist. Það er
yfir allan efa hafið, að beint samband við framliðna menn
hefir náðst og næst oft. En hversu margt kann ekki að
vera bein verkun fundargestsins á hinn sofandi miðil?
Hér má engin trúgirni ráða. Allt starf sálarrannsóknar-
manna verður að vera sannleiksþjónustu. Og til þess að
eiga þátt í henni, verðum vér að vita, að á miðilsgáfunni
eru margar hliðar, og að þar eru margar gáturnar óráðn-
ar enn.
Jón Auðuns.
★
Ali kalífi,
hinn fjórði kalífi múhameðstrúarmanna, sagði: „Mennirnir sofa,
meðan þeir lifa hér á jörðu. Þeir vakna, þegar þeir eru dánir“.