Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 35
MORGUNN
29
„sér“, og getur beinlínis fundið sig á valdi þessarar góðu
eða illu veru. Læknirinn, dr. Lhermitte fullyrðir: „Hiklaus
sannfæring dulsinnanna er í raun og veru ekkert frábrugð-
in sannfæringu þeirra, sem verða fyrir skynvillum og eru
á valdi þeirra.
Hinir miklu dulsinnar
Þvert ofan í ætlun dr. Lhermittes hafa hinir miklu dul-
sinnar, þeir sem einnig voru sjáendur, verið varkárir og
mjög á verði gegn þessu vandamáli. Samt gerðu þeir sér
Ijósan mismun skynvilla og sannra vitrana. Jóhann di
Cruce, sem vegna afburða gáfna og trúarlegs og siðferði-
legs hreinleika 'hlýtur að teljast fullgildur vottur, segir í
bók sinni, Leiðin upp til Carmelfjalls, að sýnir og radd-
ir geti ýmist komið innan að frá manninum sjálfum, eða
frá Guði, eða verum, sem séu í sambandi við Guð, eða djöfl-
inum. Hann, sem uppi var á 16. öld, talar eins og nútíma
geðsjúkdómafræðingur, þegar hann segir, að fyrir komi
að maður, sem sokkinn er niður í djúpt hugleiðsluástand
(comtemplation), sé aðeins að tala um sjálfan sig við
sjálfan sig, þótt svo virðist, sem hann sé að tala við ein-
hvern annan. Og með nokkurri kímni segir hann enn-
f remur:
„Ég er hræddur við sumt, sem nú er að gerast. Menn
gefa sig á vald einhvers konar íhugunarlífi (meditation),
sem ekki er eyris virði. Og ekki verður maðurinn fyrr var
fáeinna innri orða, en hann telur þau koma til sín frá guð-
legri uppsprettu og endurtekur í sífellu: Guð hefir svar-
að mér þessu, Guð hefir svarað mér hinu. En þetta er
hugarburður. Mennirnir eru að tala við sjálfa sig“. Hann
varar sterklega við að sækjast eftir slíkum ímynduðum
vitrunum. Á sama hátt lagði heilög Teresa frá Avíla mikla
áherzlu á nauðsyn þess, að „vera vel á verði, gagnrýna allt
og berjast gegn slíkum vitrunum frá byrjun“.
Þó halda þessir meistarar meðal dulsinnanna því ein-