Morgunn - 01.06.1957, Side 58
52
MORGUNN
heiðingja sem óhjákvæmilega steina í hinni miklu alls-
herjarbyggingu kristinnar kirkju.
Svo litu þeir einnig á, Michaelangelo og Rafael. I lista-
verkum sínum setja þeir hinar heiðnu völvur, sibyllurn-
ar, við hlið spámanna hins gamla sáttmála. Og löngu fyrr
en þeir höfðu listamenn grísk-kaþólsku kirkjunnar mál-
að grísku spekingana 'heiðnu, Sófokles og Euripides, á
helgimyndir sínar við hlið hinna tilbeiðsluverðu dýrlinga
kirkjunnar. Trúmönnum miðaldanna var eiginlegt að skoða
heiðnu spekingana og sjáendurna sem kyndilbera guðlegi’-
ar opinberunar. Og þeir túlkuðu beinlínis í list sinni skoð-
anir hinna miklu kristnu lærdómsmanna og kirkjufeðra.
Höfundur Postulasögunnar sér samhengið milli hinnar
kristilegu predikunar og forkristilegrar guðsopinberunar.
Hann sýnir oss Pál postula standa frammi fyrir altari
sem hinum ókunna guði var helgað á Aresarhæð í Aþenu-
borg, vitna í orð eins af heiðnu spekingunum um að mann-
kynið sé „guðs ættar“ og segja við hina heiðnu tilheyr-
endur: „Það, sem þér nú dýrkið óafvitandi, það boða ég
yður“.
Blóðvotturinn og heimspekingurinn Justíníus, snemma
á 2. öld, orðar jafnvel enn skýrar sannfæringu sína um
að innra samhengi sé milli hinnar forkristilegu guðsopin-
berunar og guðsopinberunar þeirrar, sem Ntm. flytur.
Hann segir: „Allir þeir, sem hafa lifað með Logosi, með
Kristi fyrir holdtekju hans, eru kristnir, jafnvel þótt þeir
séu álitnir guðleysingjar, eins og Sókrates og Heraklitos.
Allt hið góða, sem heimspekingar og löggjafar fyrir fæð-
ingu Krists hafa fundið, hafa þeir fundið fyrir hjálp
Logosar, Kristsandans.
Hinn mikli kristni Alexandríuspekingur, Clemens, sem
dó í byrjun 2. aldar, sá í hinum andlega heimi heiðninn-
ar „gneista frá Logosi“. Hann leit á platónsku heimspek-
ina sem „gjöf Guðs til Grikkja", já, eins og forskóla til
Krists, og grísku spekina fyrir Grikki eins og lögmálið
fyrir Gyðinga, sem leiðtoga til Krists.