Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 64
58
MORGUNN
allir hinir æruverðu heiðingjar kæmu fram fyrir Guð með
allar sínar glæsilegu dyggðir og verk, væru þeir fráskild-
ir náðinni og verk þeirra lygi og hræsni“, sagði hann.
Raunar dró Lúter þrásinnis — og þá undir áhrifum frá
heil. Ágústínusi, — úr þessari fyrirlitningu sinni á trú-
arheimi heiðninnar og viðurkenndi jafnvel í öðru orðinu
möguleika fyrir guðlegri hjálpræðisopinberun í heiðnum
trúarbrögðum. En þrátt fyrir nokkur slík skýr ummæli
er ríkjandi hjá Lúter hin neikvæða afstaða til ekki-krist-
inna trúarbragða. Þess vegna er ekki að furða, að sú
stefna hefir orðið ráðandi hjá stranglúterskum mönnum
og beinlínis verið talin skilyrði fyrir lúterskum rétttrún-
aði.
Hjá annarri grein siðbótarhreyfingarinnar, í kirkju
Kalvíns, hefir hin neikvæða afstaða orðið enn ákveðnari.
Siðbótarhöfundurinn Kalvín telur „allar dyggðir heið-
ingjanna ekki annað en blekkjandi andlitsfarða og gufu,
guðstrú þeirra heimsku og mannúð þeirra viðurstyggð
fyrir Guði“. Aristóteles er að dómi Kalvíns „guðlastari
og spjátrungur", Cicero „vesæll kjaftaskúmur“ og heið-
ingjarnir „fjarlægir Guði, fallnir í myrkur“.
Andspænis þessum hryllilegu skoðunum Lúters og Kal-
víns á göfugustu guðsleit heiðinna manna og háleitri
mannúð, skoðunum, sem jaðra við sjúklegan kvalalosta,
sadisma, stendur svissneski siðbótarhöfundurinn Huldryöh
Zwingli, með jákvæða, fagnandi afstöðu til heiðna heims-
ins. Hann var lærisveinn hinna fornu kirkjufeðra læri-
sveinn formenntavinanna, Petrarca, Boccacios, Erasmus-
ar og Margrétar frá Navarra, og hann elskaði gullaldar-
höfundana rómversku og grísku. Einna mest var aðdáun
hans á Pindar hinum gríska, sem dó um miðbik 5. aldar
fyrir Kristburð. Zwingli segir um hann: „Enginn hinna
grísku höfunda er eins gagnlegur til skilnings á heil. Ritn-
ingu og þessi maður, með sínu hreina og óspillta hjarta,
sem var opið fyrir öllu góðu, hreinu og sönnu“. Hann lof-
söng rómverska spekinginn Seneca og játning hans var