Morgunn - 01.06.1957, Qupperneq 68
62
MORGUNN
úrlegri trú til algerrar, absolut trúar, nefnilega kristin-
dómsins. En Ernst Troeltsch, sem snjallastur var allra
manna í byrjun aldarinnar á fræðakerfi guðfræðavísinda,
sýndi fram á, að sögulega fengi ekki staðizt kenning Heg-
els um kristindóminn, sem fullkomna, algera, absolut trú.
Hann hélt því fram, að þótt í kenningu Hegels væri það
tvímælalaus framför, að leysa kristindóminn frá því að
teljast yfirnáttúrlega einangraður frá öllum öðrum trú-
arbrögðum, algerlega einstæður, algerlega sérstæður, þá
hefði Hegel þó ekki gert sér það ljóst, að kristindómur-
inn væri afstæður, relatív, en ekki alger, absolut. Skömmu
fyrir andlát sitt samdi Troeltsch háskólafyrirlestur um
stöðu kristindómsins meðal heimstrúarbragðanna, og segir
þar: „öll trúarbrögð beinast til sömu áttar, þangað sem
hina endanlegu einingu, hið endanlega, hlutlæga markmið
er að finna. Það hlutverk bíður trúarbragðasögunnar í
framtíðinni, að gera róttækan samanburð á trúarbrögð-
unum, sem gera, hvert um sig, kröfu til að teljast algild,
alfullkomin".
Sá vísindalegi samanburður trúarbragðanna, sem gerð-
ur hefir verið af guðfræðingum mótmælenda, hefir orðið
til þess, að menn hafa lært að meta þau meira en fyrr.
Einn af meisturum þessara vísindalegu samanburðariðk-
ana var Friedrich Max Múller. Með þýðingum sínum opn-
aði hann Vesturlandamönnum elztu Biblíu mannkyns,
Vedabækurnar inversku. Þýðingar hans á helgiritum
Austurlanda voru gefnar út í 50 bindum. Hann barðist
óþreytandi baráttu fyrir því að kenna mönnum á Vestur-
löndum að skilja og meta trúarbrögðin utan kristindóms-
ins. Af guðmóði barðist hann gegn lítilsvirðingunni á
heiðna heiminum, gegn þeirri villu, að allir þeir, sem fyrir
daga Krists hefðu lifað, væru úrhrök, sem faðirinn á himn-
um hefði útskúfað. Sú kenning, sagði hann, væri blátt
áfram ókristilegri en nokkur sú kenning, sem til væri í
helgiritum heiðinna manna. „Þótt samanburðartrúar-
bragðavísindin gerðu ekkert annað en það, að ganga af