Morgunn - 01.06.1957, Qupperneq 69
MORGUNN
63
þessari guðlausu villutrú dauðri og opna augu vor fyrir
því, hvernig vizka og kærleikur Guðs er að verki hvarvetna
í sögu mannkynsins, stæði heimurinn í stórri þakkarskuld
við þessi vísindi“, sagði hann. I öllum trúarbrögðum heyr-
um vér manninn andvarpa eftir Guði, sjáum glímuna við
að skilja hið óskiljanlega, tjá með orðum hann, sem eng-
in orð ná yfir, og finnum þorstann eftir hinum ótak-
markaða Guði, kærleikann til hans. Þess vegna leit Max
Múller á hverja fölskvalausa trú sem „brú yfir til hins
óendanlega, hversu ófullkomin og gróf sem brúin kann
að vera“, sagði hann. Þrátt fyrir þennan víðfeðma kær-
leik til allra trúarbragða og allra trúkerfa, missti Max
Múller aldrei sjónar á því, að kristindómurinn er „hin
bezta, hreinasta og sannasta trú“, og bætti þó við: „trú-
in, sem Kristur flutti, án alls þess, sem kirkjan bætti síð-
ar við og afbakaði eftir hans dag“. „Enginn — segir
hann ennfremur — sem ekki hefir með þolinmæði og af
opnum, hleypidómalausum huga lagt stund á að kynna
sér hin trúarbrögðin, getur vitað, hvað kristindómurinn
er í raun og sannleika".
Næstur Max Múller kemur Natan Söderblom, síðar erki-
biskup Svía, sem mikill trúarbragðasögufræðingur. Hann
varpaði björtu ljósi yfir afstöðu kristindómsins til ekki-
kristinna trúarbragða. Einnig var hann til innstu grunna
sannfærður um, að hvarvetna á jörðunni hefði Guð opin-
berað sig mönnum. „Annað tveggja segir hann — er, að
ekki er um nokkra guðsopinberun að ræða í Biblíunni, eða
opinberunin er einnig til utan Biblíunnar“. Hinn mikli
erkibiskup leit svo á, að öll mikilmenni trúarbragðanna
hefðu flutt sanna guðsopinberun, sérstaklega Laotse, sjá-
endur Uphanisadbókanna, Búddha, merkisberar bhakti-
guðrækninnar indversku, Zaraþústra, Plató, Plótínus, Só-
krates, Seneca, Epitectus og Gelal-ed-din, meðal múham-
eðsmanna.
Þrátt fyrir þessa víðu og heiðu yfirsýn, eða e. t. v.
vegna hennar hélt Söderblom fast fram þeirri skoðun, að
L