Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 75
MORGUNN
69
Wilhelm Hauer sagði: „Trúarbragðasagan vekur oss heil-
aga undrun, sterka tilfinningu fyrir dýpt og dýrð hins
andlega alheims, fyrir óendanlegri og óþrotlegri auðlegð
hins skapandi Guðs anda, sem opinberar sjálfan sig í
þúsund myndum“.
Enn þýðingarmeira er hiö annaö, sem lýkst upp fyrir
þeim, er leggur stund á rannsókn og samanburð trúar-
bragðanna, en það er einingin að baki allra trúarbragða.
Schleiermacher sagði: „Eftir því sem þér sökkvið yður
dýpra niður í trúarbragðanámið, verður yður auðsærra
það, að trúarheimurinn er allur ein órofa heild . . . Marg-
víslegir menn, margvíslega trúaðir, en eitt band umlykur
þá alla“. Á líkan hátt segir kaþólski heimspekingurinn
Joseph Görres: „Einn guðdómur aðeins er starfandi í al-
heiminum, ein trú ræður þar ríkjum, ein þjónusta, eitt
lögmál, ein biblía í öllum biblíum. Allir spámenn eru einn
spámaður, af einni uppsprettu hafa þeir ausið, eitt tungu-
mál hafa þeir talað, þótt mállýzkurnar séu margar“.
Trúarbragðavísindin eru að gjöra oss þessa innri ein-
ingu ljósari. Bæði hin ytri fyrirbæri trúarlífsins (helgi-
athafnir, orð, helgir hlutir, helgirit, o. s. frv.), og hinn
innri hugmyndaheimur þess (Guð, sköpun, opinberun, end-
urlausn, annað líf), svo og reynsluheimur sálarinnar (mis-
munandi tegundir trúrænnar reynslu og reynsla um sál-
ræn fyrirbæri), allt er þetta í rótinni eitt og hið sama í öll-
um trúarbrögðum. Hin háfleygasta guðrækni, hin háleit-
asta dulúð, mýstík, hin máttugasta spámannleg trú, öll
mæla þau, án þess þeim sé það ljóst, á máli hinnar frum-
stæðu töfratrúar, sem túlkar veruleikann með sínum
ófullkomnu myndum.
Þá verður oss það í þriöja lagi ljóst, að einn hlekkur
þessarar órjúfandi keðju er kristindómurinn, að í þessari
miklu einingu á hann einnig heima. Trúarbragðavísindin
sýna oss, að það er blekking, og annað ekki, að skoða
kristindóminn sem einangrað fyrirbæri og rífa hann úr
því samhengi sem hann stendur í við allsherjar trúararf