Morgunn - 01.06.1957, Page 84
78
MORGUNN
samlandi hans, Laotse var þrunginn af; leyndardóm ein-
ingarinnar við Guð, unio mystica, sem sjáendur Uphanis-
hadbókanna indversku boðuðu; dáð Búddha og lærisveina
hans, sem yfirgáfu allt og gengu út í heimilisleysið til að
finna sál sinni lausn; hið kerfisbundna íhugunar- og hug-
skoðunarlíf indversku yogaiðkendanna; hin háfleygu guð-
fræðiheilabrot Vedanta og hina brennandi guðselsku
bhaktiguðrækninnar með Indverjum; trúna á guðlega
miskun, sem umlykur allt líf, og fúsleik bhodisattvans í
mahyana-búddhadómi til að tak á sig þjáningar allra
manna; trú amid-búddhistanna í Japan á trúna, sem hinn
eina sáluhj álparveg hinn alfaðmandi kærleika Laotse,
sem einnig átti að ná til óvinanna; lífsspeki Búddha og
Senecu hins rómverska; lögmálsfestu og bænahita íslams-
manna; guðsinnlífun og fegurðardýrkun súfistanna í ís-
lam; hina himnesku ást, eros, sem Plató boðaði; hrifn-
ingareiningu Plótíns við hinn eina, eilífa; sakramentis-
siði hinna austrænu-grísku launhelga; hinn brennandi eld-
móð spámanna Israels fyrir heilagleika Guðs og rétti og
réttlæti í lífi þjóðanna; hina stríðandi kirkju, ecclesia
militans, síkha og múhameðsmanna; hina háleitu sýn ör-
lagaglímunnar milli góðs og ills og 'hina endanlegu full-
komnun mannsins og alheimsins, eins og mazdaismus
zaraþústramanna kenndi. Ekkert minna en þetta allt, úr
öllum þessum ólíku áttum komið, hefir fundið heimkynni
sitt í kristindóminum. Engin trúræn eða siðræn hugsjón,
ekkert guðrækni- eða tilbeiðsluform er til, að ekki 'hafi
það unnið sér þegnrétt í kristnum dómi, ef það er lífvænt
og verðmætt. Píslarvotturinn og heimspekingurinn Jústín
mælti þegar á annarri öld þessum stoltu orðum: „Allt, sem
er til hjá öllum og hefir hlotið þá viðurkenning að vera
gott, eigum vér í kristindóminum“. Og Adolph v. Harnack
segir: „Sá, sem þekkir ekki þessa trú (kristindóminn),
þekkir enga trú, en sá, sem þekkir hana og sögu hennar,
þekkir trúarbrögðin öll“.
Þess vegna er það út í bláinn fyrir kristinn mann, að'