Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 84

Morgunn - 01.06.1957, Page 84
78 MORGUNN samlandi hans, Laotse var þrunginn af; leyndardóm ein- ingarinnar við Guð, unio mystica, sem sjáendur Uphanis- hadbókanna indversku boðuðu; dáð Búddha og lærisveina hans, sem yfirgáfu allt og gengu út í heimilisleysið til að finna sál sinni lausn; hið kerfisbundna íhugunar- og hug- skoðunarlíf indversku yogaiðkendanna; hin háfleygu guð- fræðiheilabrot Vedanta og hina brennandi guðselsku bhaktiguðrækninnar með Indverjum; trúna á guðlega miskun, sem umlykur allt líf, og fúsleik bhodisattvans í mahyana-búddhadómi til að tak á sig þjáningar allra manna; trú amid-búddhistanna í Japan á trúna, sem hinn eina sáluhj álparveg hinn alfaðmandi kærleika Laotse, sem einnig átti að ná til óvinanna; lífsspeki Búddha og Senecu hins rómverska; lögmálsfestu og bænahita íslams- manna; guðsinnlífun og fegurðardýrkun súfistanna í ís- lam; hina himnesku ást, eros, sem Plató boðaði; hrifn- ingareiningu Plótíns við hinn eina, eilífa; sakramentis- siði hinna austrænu-grísku launhelga; hinn brennandi eld- móð spámanna Israels fyrir heilagleika Guðs og rétti og réttlæti í lífi þjóðanna; hina stríðandi kirkju, ecclesia militans, síkha og múhameðsmanna; hina háleitu sýn ör- lagaglímunnar milli góðs og ills og 'hina endanlegu full- komnun mannsins og alheimsins, eins og mazdaismus zaraþústramanna kenndi. Ekkert minna en þetta allt, úr öllum þessum ólíku áttum komið, hefir fundið heimkynni sitt í kristindóminum. Engin trúræn eða siðræn hugsjón, ekkert guðrækni- eða tilbeiðsluform er til, að ekki 'hafi það unnið sér þegnrétt í kristnum dómi, ef það er lífvænt og verðmætt. Píslarvotturinn og heimspekingurinn Jústín mælti þegar á annarri öld þessum stoltu orðum: „Allt, sem er til hjá öllum og hefir hlotið þá viðurkenning að vera gott, eigum vér í kristindóminum“. Og Adolph v. Harnack segir: „Sá, sem þekkir ekki þessa trú (kristindóminn), þekkir enga trú, en sá, sem þekkir hana og sögu hennar, þekkir trúarbrögðin öll“. Þess vegna er það út í bláinn fyrir kristinn mann, að'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.