Morgunn - 01.06.1957, Page 92
Giovanni Segantini
var einn allra kunnasti málari Itala á síðustu öld (1858—
1899). Hann málaði ihvort tveggja, landslagsmyndir og
trúarlegar myndir, þrungnar dásamlegu lífi, litaauðgi og
innri merkingu. Hinni frægu myndasamstæðu úr heimi
Alpafjallanna, sem hann nefndi „Náttúruna“, „Lífið“ og
„Dauðann" entist honum ekki aldur til að ljúka.
Nokkrum árum eftir andlát Segantinis var stofnað í
Engadin sérstakt Segantini-listasafn, og meðal margra
annarra mynda hans eru þar geymdar hinar undurfögru,
ófullgerðu myndir þrjár. önnur listaverk hans eru allflest
varðveitt í ýmsum fullkomnustu listasöfnum heims. Mörg-
um hefir sýnzt sumar hinar táknlegu-trúarlegu myndir
hans benda til þess, að hann hafi séð sýnir, sem hann
hafi síðan málað. Að hann hafi verið gæddur skyggni-
gáfu, sýnir frásaga, sem Ignaz Jezower birti í riti sínu:
Das Buch Der Tráume, Bókin um drauma.
Tólf dögum fyrir andlát sitt sá Segantini sýn. Þann dag
fann hann sig fullkomlega frískan. Hann sagði konu sinni,
að í sýn hefði hann séð sjálfan sig borinn á líkbörum út
úr kofanum, sem þau bjuggu þarna í. Meðal nokkun*a
kvenna kvaðst hann hafa séð hana — konu sína — standa
og gráta. Þessa sýn málaði hann á myndina, sem hann
kallaði „Dauðann“.
„Þessi sýn mannsins míns“, sagði Betrice Segantini, —
kona listamannsins — „rættist nákvæmlega 12 dögum síð-
ar. Mynd hans af dauðanum varð mynd af dauða sjálfs
hans. Svona var lík hans borið út úr kofanum. Lands-
lagið umhverfis var nákvæmlega eins og menn sjá það nú
á myndinni hans. Konan, sem menn sjá þar gráta rétt
hjá líkbörunum, er ég“.