Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 14

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 14
100 MORGUNN algleymið. Laotse var því sem næst hliðstæður Kristi, nefndi þá allsherjar veru móður lífsins, sem Kristur kall- aði föður sinn og mannanna. Darwin rannsakaði lífið, spekingur að viti. Hann trúði því ekki, að nokkur opin- berun hefði átt sér stað. Þó gerði hann ráð fyrir skapandi mætti, sem blásið hefði í öndverðu að eldi lífsins, sem fal- inn var í skauti hafs og jarðar. Þannig fæddust frumver- urnar, sem síðar greindust og fjölgaði að tilstuðlan „hins náttúrlega úrvals“. Margir hugsvinnir menn hafa velkt — eða velt — fyrir sér ráðgátu lífs og dauða. Sumir þykj- ast hafa fengið svar eða ráðning gátunnar frá rödd guðs- ins, sem talar í hugskotinu. En aðrir hafa rekið sig á múr- vegg og hlið, sem hurð, fallna í klofa, sem svarar með steinhljóði hverjum ganglera, sem á hana klappar með lófa sínum. Einar Benediktsson sneri eitt sinn frá því hliði og kvað Lokað er sviðið og harðlæst hlið og hljóður sá andi, sem býr þar! Annars kannast mörg stórskáld við r'ódd gu'ðsins i brjóstinu,. þau sem eru Ijóðræn eða hljómræn, einnig myndasmiðir og málarar. Þau úrvalsskáld eru kölluð inn- blásin, eða gædd heilagri andagift. Það felst í þessum ein- kunnum, að slík skáld sé nátengd „allsvaldanda Guði“. Sumir menn hafa haldið að Matthías hafi orðið aðnjótandi guðlegra áhrifa, þegar honum tókst bezt að yrkja. Ég legg engan úrskurð á þær getgátur. Hitt veit ég, að hann var stundum staddur á jafnsléttu flatneskjunnar, t. d. þegar hann mælti — í minni áheyrn — á ungmennafundi þessa setningu: „Mínir elskanlegir! Eitt vil ég brýna fyrir yður, trúið engu og efist um allt“. Þá var Matthías á áttræðisaldri. Hugur hans gekk þá enn í öldum. Sann- íæringin var stödd í öldudal, trúarsannfæring skáldsins. Allir menn hafa einhvern tíma orðið sóttveikir, og einn- ig komizt í kast við efasýki. Stórskáld eigi síður en kald- rifjaðir spekingar. Bólu-Hjálmar var, að sögn blinda-Jóns,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.