Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 17

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 17
MORGUNN 103 Sá ljóður var á ráði Sókratesar, að hann lét sér ekki annt um heimili sitt, konu og börn. Rómverjar, Grikkir og Austurlandabúar litu smám augum á „betri hluta mann- kynsins“, sem svo er nefndur í skálaræðum. Konan var þar úti í fjarskanum skoðuð sem „ill nauðsyn“ til þess að viðhalda mannkyninu. Sögusögnin hermir að kona Sókratesar hafi verið vanstillt í skapi. En var þess að vænta, að konan tæki því með þökkum, að lifa við fátækt og umkomuleysi, vera stödd í þeirri klípu að sjá um bú og börn, meðan maðurinn var úti alla daga að kenna á torginu ókeypis. Ekki gat hún elt mann sinn og hlustað á kenningar hans, hefir að líkindum lítið þekkt þær. Sókrates líkir ákærendum sínum við konur, sem ekki stjórna skapi sínu. Og í fangelsinu áminnir hann vini sína, sem harma örlög hans, að haga sér ekki eins og kon- ur, sem barma sér. Það verður eigi vitað með vissu, hvort Sókrates hefir metið konu sína minna en aðrar kynsystur hennar. En svo annt var Zanþippu um manninn sinn, að hún heim- sækir hann í varðhaldið. Sókrates getur þess í varnarræðu sinni, að hann hafi metið meira hagsæld og hamingju þjóð- félagsins en heimilis síns, af því að einstaklingurinn ætti að meta þjóðfélagið meira en sjálfan sig, t. d. fórna lífi sínu, þegar herskyldan kallaði að. Annars er sú saga gömul og ný, að menn, sem hafa mikið fyrir stafni, neita sér um heimilishamingju. Carlyle,. ritsnillingurinn enski, var mikill siðameistari í bókum sínum. En kona hans átti ekki sjö sæludaga og því síður sjötíu sinnum sjö. Hann gleymdi henni, var svo djúpt sokkinn í Mímisbrunn menntanna. Davíð Stefáns- son hefir tekið svari Zanþippu Sókratesar-konu, og tekizt vel, — í kvæði. En þó að skáldið í Fagraskógi gefi Sókra- tesi selbita, mun skapdeildarspekingurinn taka þeim bros- andi, verði hann þeirra var. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.