Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 38

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 38
124 MORGUNN vináttu flestra hinna þjóðkunnu gáfumanna, sem samtíða henni voru í Eyjafirði og á Akureyri, en við þorra fólks mun hún hafa haft fremur lítil skipti. Vinir hennar sóttu hana heim, stundum um langan veg, svo sem Þorsteinn Erlingsson, er hún mat einna mest allra manna, síra Har- aldur Níelsson, eftir að hann tók að berjast fyrir sálar- rannsóknamálinu, og Klettafjallaskáldið Stephan G. — Á kynnisferð sinni hingað heim 1917 skrifaði hann konu sinni vestur um haf, að á engan sveitabæ annan í Eyja- firði hefði hann komið en að Hlöðum til Ólafar. þá heim- sókn vildi hann ekki láta undan bera. Vinum sínum var hún svo, að um munaði. Frá unga aldri átti hún langa og fagra vináttu við Þorstein Erlings- son, og við andlátsfregn hans orti hún m. a. svo: „------sem haustnótt var heiðstirnið brúna, sem háhvolf ið svipmikla enni. Hans andi var einum sér háður, og augun hans fögur mér þóttu. Ég sá engan, síðar né áður, með svip þann af heiðstirndri nóttu. Ég sé inn í sálina þína, er setzt ég hjá vorinu í blóma. Á haustnótt, er heiðstjörnur skína, ég horfi inn í augnanna ljóma“. Hún gat verið afburða skemmtileg í viðræðum, enda komu orð hennar niður þar, sem hún ætlaði þeim að hitta. örin geygaði ekki oft, er ólöf spennti bogann. En mild gat hún verið og Ijúf eins og barn. Steindór Steindórsson dregur upp mynd af samveru- stundum þeirra á Hlöðum: „Þegar þetta er skrifað, sé ég hana fyrir mér sitjandi á litla „púffinu“ í eldhúshorninu sínu á Hlöðum. Hún er að prjóna fingravettlinga sína, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.