Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 53

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 53
MORGUNN 139 gefa þeim gaum og athuga þau og rannsaka eftir vísinda- legum leiðum. Niðurstaðan er sú, að milljónir manna á Vesturlöndum, sjálfsagt tugir milljóna, eru nú sannfærðir um, að enn megi af staðreyndum ganga úr skugga um til- veru annars heims, sem látnir menn lifi í eftir líkams- dauðann. Meðal þeirra, sem lagt hafa vísindaheiður sinn að veði þeirri staðhæfing, eru nokkurir þeirra manna, sem heimsfrægð hafa hlotið fyrir vitsmuni og vísindaafrek. Mótbárurnar gegn þessu hafa aðallaga komið úr tveim áttum. Annarsvegar frá efnishyggjumönnum, sem ekki vilja láta kollvarpa heimsskoðun sinni og ekki vilja ganga inn á, að um annan heim eða ódauðleika mannssálarinnar geti verið að ræða, og hinsvegar frá kristnu fólki, sem tek- ið hefur þá skringilegu afstöðu, að við þessum málum megi þekkingarleit mannanna ekki hrófla. Báðar þessar manntegundir voru til í Gyðingalandi á dögum Krists og árunum, sem þá fóru á eftir, þegar upprisuvottarnir gengu fram, brennandi af sannfæringarkrafti og töluðu það, „sem þeir höfðu heyrt og séð“, eins og Postulasagan kemst að orði. Efasemdirnar hafa ævinlega verið áleitnar og skelin hörð, sem sannleikurinn hefir þurft að brjótast í gegn um. Það út af fyrir sig er eðlilegt, að þeir, sem telja sig vita með fullkominni vissu, að enginn annar heimur geti verið til og ekkert annað líf, berjist gegn hverju því, sem ríður í bága við skoðanir þeirra. Manneskjan er nú einu sinni þann veg gerð. En hitt er óneitanlega undarlegra, að þeir, sem örugga sannfæringu eiga fyrir trú sína á þetta meginmál mannkynsins, ónotist við þá, sem ekki eiga þessa trú og eru að reyna að leita á þeim leiðum, sem einar eru þeim færar, að öðlast þekkingu í þessu mikla máli. Og þetta er enn furðulegra, þegar þess er gætt, að frumrölc lcristninnar fyrir öðru lífi voru byggö á þvi, að mönnum var gefin þekking á því, sem þeim var um megn a'ö trúa á. Engum getur verið ljósara en þeim, sem fer að kynna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.