Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 67

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 67
M 0 R G U N N 153 Hefir þessi hugsjón nokkuru sinni nálgazt það að hafa verið framkvæmd hér á jörðu? Já. — Og þá hvar? Áreiðanlega í sálum fjölmargra einstaklinga, sem hvorki létu neyða krossinum upp á sig né báru hann með nauðung, heldur tóku honum fúslega og báru hann síðan eins og heilagt sigurtákn. Já, e. t. v. í sálum einhverra nafnlausra og umkomu- lausra einstaklinga, en aldrei meðal forystumannanna, aldrei meðal valdhafanna. Jú, einnig þar. Grátlega sjaldan,, en þó einnig þar, einn- ig þar. Hann framkvæmdi þetta kvekarinn alkunni, Willi- am Penn, sem stofnaði Pensylvaníunýlenduna forðum í Vesturheimi og stýrði henni síðan eftir lögum fjallræð- unnar. Jú, það er rétt, en hann dó í geðveikrahæli í London, einmana og yfirgefinn. Já, hann gerði það, en samt beið hann ekki ósigur, heldur þeir, sem komu honum á kné. Það var hræðileg saga og þó er hún heilt guðspjall. Fáar undantekningar má nefna, en var þessi kristin- dómur nokkurntíma ætlaður oss jarðneskum mönnum, þýðir nokkuð að vera að predika hann hér? Já, til þess var hann oss fluttur og til þess galt meistari hans hið hræðilega dýra verð. Hefir þessi kristindómur þá verið boðaður, predikaður? Albert Schweitzer segir, og hann er ekki einn um það, að kristindómur sjálfs Krists sé naumast til á jörðunni og hafi raunverulega aldrei verið til, nema í byrjun. I þessum vægðarlausa dómi er sorglega mikill sannleik- ur. Menn gáfust fljótlega upp við eftirbreytni Krists, hina skýlausu kröfu Fjallræðunnar um að lifa lífi Krists, lifa predikun hans, og breyttu kristindóminum í endurlausn- artrú langsamlega fram yfir það, sem frumheimildirnar um sjálfa kenningu Jesú í guðspjöllunum gáfu tilefni til. Menn völdu hinn léttari veg. Þeir drógu fjöður yfir hina skýlausu kröfu Krists um eftirbreytni og aðhylltust trúna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.