Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 71

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 71
M 0 R G U N N 157 ofsalegu þjáningar og angist, sem slík pyntingaraðferð olli. Svo fast var spennitreyjan reyrð að líkama Ed. Morrells, að við lá, að segldúkurinn myndi rifna við átökin. í hálfa klukkustund barðist hjarta hans með tryllingslegum ofsa, og honum virtist sem hálstaugarnar myndu þá og þegar slitna. Honum var að verða ókleift að draga andann. Það var eins og eldur brynni úr augum hans, og hann sá nú ekki annað orðið, en eldblossa, sem leiftruðu án afláts. Honum fannst hann vera að kafna. En — þá fann hann undarlega ró færast yfir líkama sinn. Hann skynjaði sársaukann ekki lengur. Hann gerði sér nú fulla grein fyrir því, að sál hans hafði losað sig úr tengslum við jarðneskan líkama hans. Hann skynjaði nú tíma og rúm með allt öðrum hætti, skynsvið hans hafði víkkað. Veggir fangaklefans virtust fjarlægjast og leys- ast upp og á næsta augnabliki vissi hann sig kominn út fyrir veggi fangelsisins, og nú reikaði hann um úti í guðs grænni náttúrunni. Hann var frjáls — frjáls. Bæði þá og síðar, virtist honum sál sín yfirgefa jarð- neska líkamann og reika um í nýjum líkama, sjálfstæð og frjáls. Síðar lýsti hann möi’gu af því, er hann hafði skynjað og greint í þessu ástandi, og sannanlegt vai að viðburðir þeir, sem hann hafði séð, höfðu í raun og veru gerzt. Hann sá skip stranda í höfninni meðal annars, og þetta hafði orðið nákvæmlega með sama hætti og á sama tíma og hann sagði til um. Eitt er víst, að vitneskja um þetta gat ekki borizt til hans með venjulegum hætti, eins og högum hans var háttað. Hann sá og hitti meðal annars menn, sem hann kynntist síðar á lífsleiðinni, meðal annarra stúlku þá, er síðar varð eiginkona hans. Þá hitti hann og landsstjórann, og meðal annars sagði liann ná- kvæmlega fyrir dag þann, er hann myndi öðlast frelsi sitt. Sál hans virtist nú starfa í öðrum líkama, sem ekki virtist vera í neinum tengslum við jarðneskan líkama hans, er lá lemstraður og kraminn á gólfi fangaklefans. Hann var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.