Morgunn


Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 15

Morgunn - 01.06.1960, Blaðsíða 15
MOEGUNN 9 sem hann túlkaði, man glitrandi vitsmuni hans og víðan, heiðan sjónarhring hins aldraða, víðlesna og hámenntaða manns. Og ég man hann ekki síður eins og hann var heim að sækja. Frú Gíslína Kvaran, sem verið hafði hans góði engill og veitt honum samfylgd, sem svo var honum verðmæt, að á betra varð ekki kosið, tók venjulega á móti gestinum við framdyr og fylgdi honum inn í skrifstofuna. Frá skrifborði sínu reis Einar Kvaran á fætur, hægt, virðu- lega, og bauð gestinn velkominn með þeirri óvenjulega fáguðu ástúð, sem honum var lagin. Þótt samtalið yrði langt og fjallað um margt, sem honum voru sjálfsagðir hlutir, efast ég um, að nokkur gestur hafi nokkuru sinni fundið, að hann væri að tefja Einar Kvaran. Hann hafði í’isið á fætur frá skrifborðinu frá hálfnaðri málsgrein, með hugann fullan af því, sem hann ætlaði að festa á blaðið, en honum varð ekki eitt augnablik litið til skrif- borðsins, meðan gesturinn vildi sitja. Og með fágætri hátt- vísi fylgdi hann gestinum að lokum til dyra og þakkaði honum komuna, eins og honum hefði verið gefin stór gjöf. Ég efast um, að nokkur af oss hafi þekkt mann, sem svo kunni að hlusta sem hann. Hinn mikli vitsmunamaður, víðlesnari en flestir samtíðarmenn hans með þjóð vorri, varð aldrei svo víðlesinn, aldrei svo vitur, að hann þyrfti ekki að hlusta, og hlusta einnig á þeirra mál, sem honum stóðu langar leiðir að baki. Lífið var honum dýrmætast af öllu, — þessvegna var engin tjáning þess of lítilsgild fyrir hann til að gefa henni gaurn, engin svo einföld, að hann þættist ekki geta af henni lært. Ég býst við því, að þessi mynd af honum sé ógleyman- leg mörgum þeim eða öllum, sem þekktu hann persónulega. Og ef ég gæti túlkað hana betur, gæti hún sagt mikið um það, hver hann var, hvernig ytri pei'sónutöfrar hans báru vott manninum, sem innra fyrir bjó. Aldursmunur var mikill hans og mín, meðan kynni okkar stóðu — nálega hálf öld — og ég hlaut að undrast, hve
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.