Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 25

Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 25
MORGUNN 103 göngum í Alpafjöllum 1882, væru bæði enn á lífi í öðnim heimi, og að hann væri að aðstoða hana til þess að færa ástvini hennar hér vitneskju um varanlega ást hennar til hans. Þessir fjórir ritmiðlar voru allir merkar konur, viður- kenndar af öllum fyrir gáfur og heiðarleika. Ein var frú Verrall, háskólakennari í Newnham College, Cambridge. önnur var dóttir hennar Helen, sem síðar giftist W. H. Salter, kunnum sálarrannsóknamanni og um eitt skeið forseta sálarrannsóknafélagsins. Þriðja var frú Fleming, systir skáldsins Rudyards Kiplings. Hin fjórða var frú Winifred Coombe-Tennant, sem gegndi ýmsum opinberum störfum, var meðal annars fyrsta konan, sem skipuð var af brezku stjórninni fulltrúi á þing þjóðabandalagsins 1922. Hinar tvær síðastnefndu notuðu gerfinöfnin Mrs. Holland og Mrs. Willett, með því að þær töldu nauðsyn- legt að halda miðilgáfu sinni leyndri. Aðalrannsóknamenn og túlkendur hinna ósjálfráðu rita voru bróðir Arthurs Balfours, Gerald (2. Lord Balfour), systir þeirra, Eleanor, kona heimspekingsins Henry Sidgwick, og loks vinur þeirra. G. J. Piddington, gáfaður og skarpsyggn lærdóms- maður. Með því að hin ósjálfráðu rit voru mjög svo persónu- legs eðlis, héldu þau þeim stranglega leyndum, en ánöfn- uðu þau síðar, ásamt túlkunum sínum og skýringum, hinni núverandi greifafrú Balfour, höfundi ritgerðarinnar. Nú eftir að síðasta persónan, sem málið snerti beinlínis, er látin, hefur hún búið þau til prentunar. Ritin skiptast í tvo flokka. Hinn fyrri, frá 1901 til 1912, inniheldur ýmsar torskildar bendingar og brot, skrifuð af frú Verrall og ungfrú Helen Verrall hvorri í sínu lagi og af frú Holland, sem bjó á Indlandi. Engin þeirra virðist hafa vitað neitt um ástarsöguna. Frú Holland kom í hóp- inn vegna þess, að ósjálfráð skrift hennar lagði fyrir hana að senda hana til frú Verrall í Cambridge. Hún þekkti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.