Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 28

Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 28
106 MORGUNN þessi setning: „Og ef guð vill, mun ég elska þig enn heit- ar eftir dauðann". Undir bréfið var skrifað M. I fyrri ritaflokkinum hafði oft verið undirritað með upphafsstöf- unum M. L., og hjá frú Holland á Indlandi var einu sinni undirskrifað Mary L., en það kannaðist hún á engan hátt við. Sumum kann að virðast allt þetta rósamál marklítið. En það er einmitt notað af ásettu ráði eins og áður segir. Þeir, sem skriftinni stýrðu, sögðu hvað eftir annað, að mjög erfitt væri að nota heila annarrar persónu, og ef miðillinn skildi merkinguna í því, sem þeir létu hann skrifa, væri hætta á að það vekti ýmsan hugsanaferil miðilsins sjálfs, sem mundi þá koma fram sem villandi efni í ósjálfráðu skriftinni. En Arthur Balfour skildi þeg- ar til fullnustu meininguna í áður nefndu bréfi. Hann sagði nú bróður sínum í fyrsta sinn frá því, að skömmu eftir að Mary Lyttelton dó, fyrir meir en fjörutíu árum, hefði systir hennar sýnt sér lokk af hinu fagra hári henn- ar, sem hafði verið klipptur af í banalegu hennar, og að hann hefði látið smíða silfurkassa undir hárlokkinn, fóðr- aðan með purpuralitu klæði og skreyttan að utan með ágröfnum teikningum af meyjardoppum og öðrum vor- blómum. Þetta atvik með hárlokkinn er gott dæmi þess, hvernig síðari atburðarás varpar ljósi á áður framkomna ósjálf- ráða skrift hjá fólki, sem var allsendis ókunnugt um mála- vexti. Annað dæmi er kertastjakinn, sem oft var notaður sem tákn fyrir Mary Lyttelton af þremur miðlum, sem ekki höfðu hugmynd um, að til var ljósmynd af henni, þar sem hún stóð neðan við stiga og hélt á stjaka með kerti. Það var ef til vill ekki óeðlilegt, að Arthur Balfour var nokkuð seinn til að leggja fullan trúnað á ósjálfráðu skrift- ina, en smám saman sannfærðist hann þó um það, að boð þau, er hann fékk, væru í raun og veni frá Mary Lyttel- ton, og virðast þau hafa verið honum til mikillar hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.