Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 49

Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 49
MORGUNN 127 hendur mínar og sagSi svo hátt að allir gátu heyrt það: „Þetta er eitt af stæi'stu augnablikum lífs míns, og nú ætla ég að segja ykkur hver ég er. Ég er fæddur og upp- alinn í Rússlandi, og ég átti mikinn auð og jarðeignir. Eina kyrrláta nótt sá ég það sama, sem þessi systir hefur lýst fyrir mér nú í kvöld. Þá var ég rúmlega þrítugur. Bjart ský fyllti eitt hornið í svefnherberginu mínu, og út úr skýinu steig andleg vera, himneskur sendiboði. Útlit hans og búningur var nákvæmlega eins og systir okkar lýsti því áðan. Hann sagði við mig, skýrri og ákveðinni röddu: „Gef þú fátækum allar eigur þínar og fylg þú mér“. Alla nóttina átti ég í mikilli innri baráttu. Þegar ég loks hafði komizt að niðurstöðu, fór ég inn til kon- unnar minnar, sagði henni frá, hvað fyrir mig hefði bor- ið, og þeirri ákvörðun minni að gjöra eins og af mér var krafizt. Ég hafði ekki búizt við því, að hún vildi fylgja mér, en hún sagði strax, að eitt skyldi yfir okkur bæði ganga. Svo tókum við með okkur það allra nauðsynleg- asta, gáfum öll okkar jarðnesku auðæfi og fórum til Ind- lands. Þar gerðist ég lærisveinn meistara nokkurs. Seinna starfaði ég með Gandhi í mörg ár. Hefði ég ekki hlýtt kall- inu, hefði rauði herinn í stjórnarbyltingunni tekið allar eigur okkar ári eftir burtför okkar. Líklegast hefðum við ekki haldið lífi“. Þetta kvöld fékk hann aftur boðskap að handan, sem var honum mjög mikilvægur. Síðustu 10 árin hefur hann búið sem einbúi í hinum miklu skógum nálægt örebro í Svíþjóð. Margt fleira gæti ég sagt af þessum gamla vitringi, sem ég tel nú meðal beztu vina minna, en það yrði of langt mál. En ég verð að segja frá því, að kynni mín af hon- um gáfu tilefni þess, að mér gafst tækifæri til að vera viðstödd ógleymanlega samkomu í einni hollenzku kon- ungshöllinni. Fyrir þremur árum var mér boðið að taka þátt í þriggja daga fundi með vísindamönnum, prestum og öðrum mikils-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.