Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 58

Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 58
136 MORGUNN af bréfum, sem ástvinur hennar hafði skrifað henni. Fyrir þetta ásakaði hún sjálfa sig ákaflega. Og svo ákaflega, að ýmis alvarleg sjúkdómseinkenni voru að verða auðsæ hjá henni. Hún kvaðst hafa gleymt innihaldi bréfanna og þannig rofið sjálf dýrmætan tengilið milli sjálfrar sín og látna ástvinarins. Gæti hún nú aðeins munað, hvað í bréfunum hefði staðið! kveinaði hún. Þar sem ég var sannfærður um, að í djúpum vitundar hennar væri enn til endurminningin um það, sem í þess- um bréfum hafði staðið, dáleiddi ég konuna. Hún féll auðveldlega í djúpan dásvefn. Þá fór hún að muna aftur á bak, lengra og lengra, og ég sá, að hún mundi ekki að- eins innihald bréfanna, heldur einnig ýmis smáatvik frá þeim tímum, þegar maðurinn var heima í leyfi frá starfi sínu í hernum. Það kom upp úr kafinu, að jafnvel mundi hún — undirvitund hennar — hvað hún hafði gefið hon- um að borða síðasta morguninn, sem hann var hjá henni heima, að hann hafði skilið tvo hunda, sem lent hefðu í slagsmálum á götunni þennan morgun, og ástúðarorðin, sem maður hennar hafði sagt við hana við dyrnar á járn-i brautarklefanum, þegar þau voru að kveðjast. Ég Iét skrifara minn skrifa allt þetta upp eftir konunni, eins og hún sagði frá því í dásvefninum. Og þegar hún las þetta, er hún vaknaði, reyndist allt nákvæmlega rétt. Það var sannarlega hrífandi og heilagt augnablik, þegar þannig varð endurvakið í minni konunnar innihald brenndu bréf- anna og gleymd atvik og orð, sem aðeins fara þeirra á milli, sem elskast. Sjúkdómseinkennin hurfu samstundis og konan lifir nú algerlega eðlilegu og hamingjusömu lífi. Einhverjum kann að finnast þetta of mikið einkamál til þess, að nokkur þriðji aðili megi blanda sér í það. Enginn getur fundið meira til þess en sjálfur ég. En til þess að bjarga heilsu manna, verður oftast einhver að blanda sér í málið. Og í sumum tilfellum, þegar líkami eða sál eru sjúk, er engin önnur leið opin en sú, að ein- hver annar aðili rannsaki innstu afkima sálarinnar í því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.