Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 69

Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 69
MORGUNN 147 jarðveginn með annarri bók um dáleiðslur, en hafði ekki meiri þekking enn á þessum málum en svo, að þegar sjúklingurinn frú Hauffé var flutt til hans, ákvað hann að beita við hana læknisaðgerðum þeirra tíma, sem við- urkenndar voru af læknisfræðinni, en þær „lækningar“ voru nærri búnar að ríða henni að fullu, þegar hann hætti þeim. Frederica Hauffé var fædd árið 1801. Faðir hennar var skógarvörður héraðsins, velmetinn maður, og í móð- urætt hennar voru sálrænar gáfur. Hún var fjörmikið barn, en vegna þess að snemma bar á dularhæfileikum hennar, var hún send frá Prevorst til afa síns í Löwen- stein. Hún var ákaflega næm fyrir hvers konar áhrifum, hafði ríka hneigð til sumra staða en óbeit á öðrum, og eðlilega skildi fólk þetta ástand ungu stúlkunnar ekki. Loks fór hún að sjá anda framliðinna. Tvítug að aldri giftist hún og fluttist til Kurnbach. Dulhneigð hennar og dulskynjanir fóru ört vaxandi, en hún faldi þetta vand- lega fyrir öðrum. Það varð hinni viðkvæmu, ungu konu slík raun, að hún veiktist alvarlega. Hún þjáðist mikið af fráleitri meðferð læknanna, sem engan skilning höfðu á ástandi hennar. Hún fékk krampa í brjóstið og fannst sem hefði hún stein inni í höfðinu. Hún fór nú að sjá alls konar myndir í kristal eða spegli og ef hún horfði í vatnsglas sá hún myndir af fólki og vögnum, sem hún lýsti löngu áður en þetta fólk og vagnarnir komu í aug- sýn. Henni fóru að birtast ókomnir atburðir í draumum, varð skyggn og sagði oft fyrir óvænt andlát fólks, sem þá var enn við beztu heilsu. Andar framliðinna fóru að birtast henni oftar og oftar og urðu æ greinilegri. Hún talaði stundum í ljóðum dögum saman og eftir að hún ól frumgetið barn sitt lá hún lengi hættulega veik. Ástand hennar var orðið mjög ískyggilegt, þegar loks var leitað til Kerners. Hinar furðulegustu sögur af henni bárust út til almennings, ættingjar hennar töldu þennan undarlega sjúkleika hennar eintóma ímyndun og sjálfur Kerner
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.