Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 71

Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 71
M 0 R G U N N 149 opinn glugga. Daglega talaði hún við anda, bæði í dá- svefninum og utan hans. Návist þeirra var henni óþægi- leg í vöku en þægileg í svefninum. Hún talaði mjög ógjarna um þessar sýnir, og ef hún hefði ekki verið spurð, hefðum vér lítið vitað um þær“. Þær sannanir voru síðan fólgnar í sýnum frú Hauffé, að ógerlegt var að efa raunveruleik þeirra. Eitt af fjöl- mörgum dæmum þess er það, sem nú skal greina: Hún hafði komið til Kerners í Weinsberg 25. nóv. 1826 og var þá gersamlega ókunn öilum öðrum í bænum en lækninum einum. En þegar að kvöldi fyrsta dagsins þar, er hún féll í svefnhöfga sinn, sagði hún lækninum, að hjá sér stæði maður, sem vildi sér eitthvað en gæti ekki sagt frá því. Hann væri hræðilega rangeygður og sér væri þvert um geð að hann væri hjá sér. 24. des. sagði hún aftur frá þessum sama manni og daginn eftir sagði hún. að nú kæmi hann enn og væri með pappírsörk, sem marg- ír tölustafir væru ritaðir á. Hún sagði, að hann kæmi upp úr kjaliarahvelfingu, sem hlyti að vera undir gólfinu. Frú Hauffé var gersamlega ókunnugt um, að undir herbergi hennar var kjallari, sem vínkaupmaðurinn F.— notaði, en hann hafði bækistöð í húsi, sem áfast var við húsið, sem hún lá í. Kerner læknir þekkti manninn þegar af lýsingu frúarinnar, hann hafði andazt fyrir sex árum, og er hann dó, hafði ekki tekizt að fá botn í reikninga hans við vínkaupmanninn, F.—, en hjá honum hafði þessi maður unnið. Þessi framliðni rnaður kom hvað eftir ann- að til frú Hauffé og bað hana, að kippa þessu í lag, skjal, sem mundi leiða hið rétta í ljós, væri í húsi, nákvæmlega sextíu fet frá rúmi hennar. Hún kvaðst sjá hávaxinn mann sitja við skriftir í litlu herbergi sem áfast væri öðru stærra herbergi, þar stæðu nokkrar kistur og væri ein þeirra opin, en á skrifborðinu væri búnki af skjölum og þar væri skjalið, sem framliðni maðurinn lagði svo mikla áherzlu á að fyndist. Kerner fékk vínsalann til að koma til frú Hauffé og hlusta á hana og sá hann þegar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.