Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 67

Morgunn - 01.06.1963, Side 67
MORGUNN 61 Vegna trúhneigðar Afríkumanna veittist kristnu mönn- unum auðvelt að ávinna fjölda fyrir kristindóm og sann- færa hann um hinn eina sanna Guð. Kristni trúboðinn varð vel séður gestur í samfélagi Afríkumanna, — og velkom- inn. En andrúmsloftið breyttist, þegar afríska þjóðernis- hyggj an tók að vakna og rekast á við nýlendumennina. Þetta varð prófsteinn á einlægni og hreinleika kristnu trú- boðanna. Og í þeim árekstrum, sem þá urðu, tóku því nær allir hvítir kristniboðar sér stöðu við hlið nýlendumann- anna. Þessvegna er það mjög á dagskrá þar syðra nú, ann- að tveggja, að losa sig við kristnu trúboðana og stofna sjálfstæðar, afrískar kirkjur, eða hverfa hreinlega til heiðninnar aftur og segja skilið við kristindóminn. Fyi’ir skömrnu sendi ég fimm leiðandi stjói'nmálamönn- um í Vestur- Austur- og Miðafríku spurningalista og bað þá svara því, hvað þeim þætti athugavert við kristindóm- inn í Afríku í dag. Svör þeirra fara hér á eftir. Ég merki þá bókstöfunum A, B, C, D, E. Nöfn þeiiTa hefi ég ekki leyfi til að birta. Þeir eru áhrifamenn miklir, hver á sínum stað, en óska ekki þess að hafa áhrif á trúarskoðanir sam- landa sinna. Stjórnmálamaðurinn A. svaraði: „Meðan á þi’ælasöl- unni stóð, hvöttu kristniboðarnir Afríkumenn til þess að sætta sig við þjáningar sínar, og lofuðu þeim eilífum laun- um á hirnni, ef þeir létu að orðum þeirra. Það talar sínu máli, að bræður hvítu trúboðanna í heimalandi þeirra voru áköfustu kaupendur svörtu þi’ælanna. Sannir trúboðar ættu að byrja á eigin bræðrum sínum og snúa þeim og reyna að kristna evrópsku heiðingjana áður en þeir konia með boðskap sinn til Afríku“. Stjórnmálamaðurinn B. svaraði: „Þótt sagt sé, að krist- indómurinn hafi fyrst fest rætur í Evrópu, eru flestir Ev- rópumenn fjarri því að vera vel kristnir menn, ef dæma

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.