Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 69

Morgunn - 01.06.1963, Side 69
MORGUNN 63 í fæstum kirknanna eru helgisiðirnir miðaðir við smekk og þarfir Afríkumanna. T. d. er bjöllum hringt í messunni þegar altarissakramentið er viðhaft, í stað þess að berja bumbur eða klappa höndum, en þannig láta Afríkumenn fögnuð sinn í ljós en ekki með bjölluhringingum. Þetta verður allt til þess að Afríkumenn skoða kristindóminn trúarbrögð hvítra manna einna“. Stjórnmálamaðurinn E. svaraði: „I helgisiðunum segja kristnir menn: Sælir eru fátækir á jörðu, því að þeir munu á himnum saddir verða. Þannig hvetja þeir hina sárfátæku Afríkumenn til þess að sætta sig við að ganga á mis við fátæklegustu lífsnauðsynjar, meðan Evrópumennirnir hér syðra lifa við óhóf og auðævi. Og ennfremur hvetja sumar kirkjurnar (þær rómv.- kaþólsku) sóknarbörn, sem þjást af skorti á fjörefnum og eru vannærðir, til þess að neyta ekki kjöts á vissum dög- um og draga úr matarneyzlu sinni, fasta. Hvílík vitleysa. Væri það ekki betri leið, að sjá fyrst um það, að Afríku- menn hafi nóg að borða og fyrirskipa þeim þá fyrst að fasta ?“ Af þessum svörum stjórnmálamannanna í Afríku dreg- ur blaðamaðurinn ýmsar ályktanir, sem einkum varða rómv.kaþólska trúboðið og lesendur MORGUNS munu sennilega ekki láta sig skipta miklu máli, en lokaorð hans eru þessi: „Afríkumenn hafa lengi haft illan bifur á kristindóm- inum vegna þess, að sumir kristniboðanna hafa vakið tor- tryggni með trúboðsaðferðum sínum. Til eru stórveldi, sem eru að reyna að vekja til lífs nýja nýlendustefnu í Afríku. Ætla trúboðarnir að gerast þjónar þessara manna, eða ætla þeir að taka sér stöðu við hlið Afríkumanna sjálfra með róttækum breytingum á starfsaðferðum sínum? Und- ir því, hvora leið trúboðarnir fara, er framtíð kristindóms- ins í Afríku komin. J. A. þýddi.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.