Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Side 64

Morgunn - 01.06.1965, Side 64
58 MORGUNN samstilling. Hin sérstöku líffæri þróast, milljónir lifandi fruma skiptast í hópa, sem ætluð eru ákveðin störf, sem þær eru gerðar sérstaklega hæfar til að leysa af hendi, vexti þeirra er flýtt eða hann takmarkaður eftir þörfum, og allt er þetta hnitmiðað við þarfir líkamsheildarinnar. Nýjar frum- ur verða til og taka við af þeim gömlu, þannig að á löngu æviskeiði er líkaminn búinn að endurnýja sig hvað eftir annað. Frumum og jafnvel heilum vefjum er unnt að halda lif- andi um skeið, þótt teknar séu burtu úr þeim líkama, sem þetta er hluti af. En í líkamanum sjálfum starfa frumurnar, sem trúir og hlýðnir þegnar hins mikla samfélags. Á heil- brigðum líkama taka ekki hendur eða fætur upp á því að vaxa skipulagslaust og verða að einhverjum óskapnaði, né heldur fær hjartað að stækka langt umfram það, sem hæfir þörfum líkamans sem heildar. öll líffæri líkamans, enda þótt samsett séu af milljónum fruma hvert um sig, hlýða einhverri yfirstjórn, sem heldur þeim í hæfilegum skefjum og berst á móti hverri tilhneig- ingu til uppreisnar, eða hverrar þeirrar hegðunar, sem lík- amsheildinni megi stafa hætta af. Hvernig er þessari stjórn og fyrirkomulagi háttað og haldið við? Menn tala um kirtlastarfsemi og hormóna. Menn tala um, að vanskapnaður eða ofvöxtur stafi af offramleiðslu eða vöntun ýmissa kirtlavökva. Menn tala um, að erfðalitn- ingar valdi miklu um allan svip og útlit líkamans. En hvað er öll þessi þekking? Hún er ekki öllu meira en fróðleg lýsing á líkamsvélinni. Menn vita margt um það, hvernig hinir einstöku hlutar hennar eru gerðir og hvemig þeir starfa, en heldur ekki miklu meira. Þetta er ekki ólíkt því, að vélfræðingur vissi allt um gerð bílsins síns nema það eitt, að hann væri gerður af mannahöndum. En þá fyrst er unnt að skilja hinn flókna útbúnað bílsins, þegar við gerum okkur Ijóst, að hann er framkvæmi skynsamlegrar hugsunar og vits. Látum líffræðinga og efnafræðinga halda áfram rann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.