Morgunn - 01.12.1966, Side 11
MORGUNN
89
anna, heldur með almennum fyrirlestrum og erindum og
með útgáfu fjölda tímarita og bóka. Vegna starfsemi þess-
ara félaga og fyrir tilstuðlan þeirra, bæði beina og óbeina,
hafa tugþúsundir, já, milljónir manna, ekki aðeins komizt í
kynni og snertingu við þessi mál, heldur og öðlazt óyggj-
andi sannfæringarvissu um framhald lífs eftir líkamsdauð-
ann og samband við látna ástvini sína. Ég hygg, að óhætt sé
að fullyrða, að þau hafi beinlínis valdið aldahvörfum í hugs-
unarhætti manna bæði um lífið og dauðann. Mörg þeirra
hafa verið svo heppin, að hafa haft ágætum og heimsfræg-
um vísindamönnum á að skipa við rannsóknir þessara mála,
er sumir voru mjög efagjarnir í fyrstu, en sannfærðust síð-
an gjörsamlega, fyrir eigin athuganir og rannsóknir, um
raunveruleika fyrirbæranna og það, að þau stöfuðu frá
framliðnum mönnum og væru því sönnun þess, að lát-
inn lifir.
En þessi félög hafa verið og eru enn að mestu leyti áhuga-
mannafélög, og hið merkilega starf þeirra hefur að veru-
legum hluta verið sjálfboðavinna, er jafnvel hefur verið
unnin í andstöðu eða að minnsta kosti við lítinn stuðning
eða skilning hinna viðurkenndu vísinda og jafnvel kirkj-
unnar, og lítt eða alis ekki notið fjárhagslegs stuðnings þess
opinbera. Því er það, að þessi félög hafa yfirleitt ekki átt
yfir nægilegu fé að ráða til þess að geta stundað þessar
rannsóknir í svo stórum stíl, sem æskilegt hefði verið, né
heldur getað komið á fót svo dýrum og vel búnum rann-
sóknarstöðvum, bæði að mannafla og tækjum, sem full þörf
er á. Eigi að síður hafa þessi félög unnið og eru enn að
vinna mikilvægt og í rauninni ómetanlegt starf.
Ef litið er til okkar litla félags í þessu sambandi, þá er að
sjálfsögðu ekki við því að búast, að það hafi getað lagt fram
stóran skerf til vísindalegra rannsókna á þessum málum.
Eigi að síður er það í raun og veru undravert, hvað því hef-
ur orðið ágengt hér á landi, bæði beint og óbeint. Hér á landi
virðast dulrænir hæfileikar fólks vera algengari og meiri,
samanborið við fólksfjöida, en í flestum löndum öðrum,