Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Side 11

Morgunn - 01.12.1966, Side 11
MORGUNN 89 anna, heldur með almennum fyrirlestrum og erindum og með útgáfu fjölda tímarita og bóka. Vegna starfsemi þess- ara félaga og fyrir tilstuðlan þeirra, bæði beina og óbeina, hafa tugþúsundir, já, milljónir manna, ekki aðeins komizt í kynni og snertingu við þessi mál, heldur og öðlazt óyggj- andi sannfæringarvissu um framhald lífs eftir líkamsdauð- ann og samband við látna ástvini sína. Ég hygg, að óhætt sé að fullyrða, að þau hafi beinlínis valdið aldahvörfum í hugs- unarhætti manna bæði um lífið og dauðann. Mörg þeirra hafa verið svo heppin, að hafa haft ágætum og heimsfræg- um vísindamönnum á að skipa við rannsóknir þessara mála, er sumir voru mjög efagjarnir í fyrstu, en sannfærðust síð- an gjörsamlega, fyrir eigin athuganir og rannsóknir, um raunveruleika fyrirbæranna og það, að þau stöfuðu frá framliðnum mönnum og væru því sönnun þess, að lát- inn lifir. En þessi félög hafa verið og eru enn að mestu leyti áhuga- mannafélög, og hið merkilega starf þeirra hefur að veru- legum hluta verið sjálfboðavinna, er jafnvel hefur verið unnin í andstöðu eða að minnsta kosti við lítinn stuðning eða skilning hinna viðurkenndu vísinda og jafnvel kirkj- unnar, og lítt eða alis ekki notið fjárhagslegs stuðnings þess opinbera. Því er það, að þessi félög hafa yfirleitt ekki átt yfir nægilegu fé að ráða til þess að geta stundað þessar rannsóknir í svo stórum stíl, sem æskilegt hefði verið, né heldur getað komið á fót svo dýrum og vel búnum rann- sóknarstöðvum, bæði að mannafla og tækjum, sem full þörf er á. Eigi að síður hafa þessi félög unnið og eru enn að vinna mikilvægt og í rauninni ómetanlegt starf. Ef litið er til okkar litla félags í þessu sambandi, þá er að sjálfsögðu ekki við því að búast, að það hafi getað lagt fram stóran skerf til vísindalegra rannsókna á þessum málum. Eigi að síður er það í raun og veru undravert, hvað því hef- ur orðið ágengt hér á landi, bæði beint og óbeint. Hér á landi virðast dulrænir hæfileikar fólks vera algengari og meiri, samanborið við fólksfjöida, en í flestum löndum öðrum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.