Morgunn - 01.12.1966, Síða 25
MORGUNN
103
ávallt englar af hárri gráðu, en hafi villzt inn á jarðarsviðið
og fari þá ekki eftir neinum venjulegum siðareglum eins og
t. d. Byron.
Stundum leynist þeir undir ljótum kufli eins og til dæm-
is Sókrates. Eins hallast hún að því, að hin fræga og dular-
fulla Joan D’Arc hafi verið englakyns og í stöðugu sam-
bandi við Mikjál erkiengil. Saga hennar sé ekki skýranleg
nieð öðru móti. Englar, sem fæðast á jörðu, verða að ganga
undir þjáning og erfiði jarðarbúa. Barátta þeirra við efnið
er oft hræðileg og óhamingja þeirra óumræðileg. Ævi þeirra
er tragedia, en þeir séu venjulega snillingar á einhverju
sviði, innblásnir skapendur mikillar listar, sem ætluð sé til
að lyfta jarðarbúum á æðra menningarstig.
Hér kemur loks ein saga af mörgum, er hún telur sig hafa
séð engla:
„Svo bar við eina nótt, að mér gaf sýn inn í æðri heim,
og bar þá fyrir augu mín ungan dreng, umlukinn rauðgulln-
um ljóma. Horfði hann með miklu trúnaðartrausti á engil,
sem stóð frammi fyrir honum í yndislegum aldingarði, og
var að sýna honum blómvönd af hvítum rósum.
„Hvar tíndir þú þessar rósir, sem þú ert með?“ spurði
engillinn hann.
Þá benti drengurinn til jarðar, langt í burtu niður í djúp-
in. Þar sýndi hann englinum einmanalega gröf við Dan-
merkurströnd, sem hulin var hvítum rósum.
„Var það þarna, sem þú tíndir rósirnar?“ sagði engillinn,
en drengurinn laut höfði til samþykkis.
Þá varð mér það allt í einu ljóst, að þessi unglingur mundi
vera astrallíkami bróður míns Erics, sem dó ungur að aldri.
Hann var skáld og elskaði ævintýri og ferðir í fjarlægum
löndum, öllum ógleymanlegur, sem þekktu hann. Hann hafði
hugboð um, að hann mundi deyja ungur, og bað þess vegna
fjölskyldu sína um að planta hvítum rósum á gröf sína og
lofa þeim að vaxa eins og þær vildu.
Villirósirnar, sem hann var að sýna englinum, voru því
teknar af hans eigin gröf. En með þessum verknaði sýndi