Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Page 43

Morgunn - 01.12.1966, Page 43
MORGUNN 121 kennilega um nóttina. „Ég fór að sofa um tólfleytið í gær- kveldi,“ segir hann, „og þá dreymir mig, að ég er á gangi eftir einhverri þröngri götu. Þá heyri ég einhvern hávaða og skarkala, og datt þegar morð í hug. Ég tók þá til fótanna þangað, sem hljóðin komu frá, og sá þig þá liggjandi á bakinu í tuski við einhvern óásjálegan þrjót, sem reyndi að halda þér niðri. Ég hraðaði mér eins og ég gat, en áður en ég fékk nokkuð að gjört, barði hann þig í höfuðið með öxi, og varð það þinn bani þegar í stað. Margir vinir okkar voru þarna komnir, og allir grétum við beisklega.“ „Hvernig var þessi maður í sjón?“ spurði ég. „Þetta var þrekinn maður, í flónelsskyrtu og vinnubux- um. Hárið var úfið og skeggbroddarnir gráir, og auðséð, að hann hafði ekki rakað sig í marga daga.“ Tæpri viku seinna heimsótti ég vinafólk mitt, sem heima átti í Burlington, New Jersey. Þá sagði húsfreyjan við mig: „Manninn minn dreymdi afskaplega Ijótan draum um þig hérna eina nóttina. Honum þótti einhver maður vera í áflogum við þig úti á götu og bana þér að lokum. Hann tók til fótanna til þess að reyna að bjarga þér úr klóm þorpar- ans, en áður en hann gæti nokkuð aðhafzt, hafði hann lamið þig til dauðs með stóru barefli." „Nei, nei!“ hrópaði þá húsbóndinn úr hinni stofunni. „Hann vann á þér með öxi.“ Draumar af þessu tagi munu vera fremur sjaldgæfir, og veit ég engin ný dæmi að nefna um þessi fyrirbæri. Ekki treysti ég mér til að skýra, hvað þessu samdreymi veldur. En beinast virðist mér liggja við að ætla, að um f jarhrif sé hér að ræða á milli dreymendanna. En ef svo er, sýnir það, að sofandi maður getur jafnvel sent þau áhrif í draumi, sem ímyndunarafl hans að líkindum magnar og gefur ákveðnar myndir, til annara manna, sem líka eru sofandi. Og í þess- um tilfellum eru þær myndir svo sterkar og þróttmiklar, að þeim er beinlínis þrýst inn í huga þeirra, sem við þeim taka,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.