Morgunn - 01.12.1966, Side 51
MORGUNN
129
öðru skipti var Þorleifi vant tveggja hrúta. Þá bjó hann í
Bjarnarhöfn. Morgun einn vaknar Þorleifur snemma og kall-
ar til sonar sins: „Við skulum fara að klæða okkur, Leifi
minni, og sækja hrútana. Ég sé þá á klettahillu hérna í fjall-
inu.“
Síðan fóru þeir að leita. Fundu þeir brátt hrútana hátt
uppi í fjallinu og á þeim stað, er Þorleifur hafði séð þá um
nóttina.
„Hann fékk þrjá seli“.
Þorleifur átti sjónauka, sem mörgum þótti gaman að líta
í. Einhverju sinni var það um haust, að kona, sem var í
Bjarnarhöfn hjá Þorleifi til lækninga, fær að líta í sjónauk-
ann sér til gamans. Hún sér, að bóndinn í Höskuldsey er að
koma úr selalögnum sínum. Snýr hún sér að Þorleifi og spyr,
hvort hann geti sagt sér, hve marga seli bóndi hafi fengið. —
„Hann fékk þrjá seli, og þeir liggja á honum Magál,“ svarar
Þorleifur. En Magáll hét flöt í Höskuldsey.
Þetta reyndist rétt. En frá Bjarnarhöfn út í Höskuldsey
er hér um bil hálfur tólfti kílómetri. Er því útilokað, að Þor-
leifur hefði getað séð selina þar í sjónaukanum, og því síður
með berum augum.
Þorleifur vísar á fisk í sjó.
Þorieifur stundaði mikið sjó og veiddi bæði fisk og hákarl
og var hin mesta aflakló. Var sem hann vissi jafnan hvar
veiði var að finna. Um það eru þessar sagnir:
Einhverju sinni fór hann í hákarlegu fram á svokallaða
Stjóralegu, fjórar vikur sjávar norðvestur af Grundarfirði.
Þar fengu þeir ekkert. Þá segir Þorleifur: „Það eru 14 há-
karlar að norðanverðu í álnum, og allir vænir.“ Þeir reru
þangað og fengu 14 eflings hákarla.
öðru sinni voru þeir að veiðum í Hafrafellsbrúnarál, en
urðu ekki varir. Lagðist Þorleifur þá aftur í skut og sofnaði.
Þegar hann vaknar, víkur hann sér að Gísla, vinnumanni
9