Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Síða 64

Morgunn - 01.12.1966, Síða 64
142 MORGUNN hespuna á. Svo hefur henni hugkvæmzt að fela sig enn bet- ur og skriðið ofan í stóru kistuna. En þá féll hið þunga lok í lás, yfir henni ... Leifar Anettu litlu voru jarðsettar í kyrrþey, en gröfin fyllt meira af blómum en mold. Stærsti blómsveigurinn kom frá þeim manni, sem hafði misst hana á hádegi ástar þeirra. Frúin sem sagði mér söguna kvöldið góða, lauk henni með þessum orðum: — Sagt er, að enn heyrist bankað á loftinu. Við höfum ekki heyrt það. Ef til vill heyrir þú. (S. D. islenzkaði). Hver opnaði viðtækið? Atburður sá, er hér verður sagt frá, gerðist að Miðsandi á Hvalfjarðarströnd síðla vetrar 1942. Höfðum við hjónin þá búið þar um fimm ára skeið. Dag einn var ég að flýta mér að ljúka eidhússtörfum. Börnin, sem voru ung, hafði ég lagt til svefns og lokað út- varpinu, svo að alit var kyrrt og hljótt. Bóndi minn, Gisli Brynjólfsson, var úti við skepnuhirðingu, og ég kepptist við, því að ég ætlaði að spinna dálítið meðan næði gæfist vegna barnanna. Rétt fyrir klukkan tvö, hafði ég lokið störfum niðri og fór upp til barnanna með rokkinn minn. En ekki hafði ég spunn- ið lengi, er ég heyrði óm af söng frá útvarpstækinu niðri í eldhúsinu, og gat greint, að verið var að syngja útfararsáim. Ég mundi vel, að ég hafði lokað tækinu að loknum hádegis- fréttum, og skildi ég ekki, hverju þetta sætti. Hugðist ég því fara niður og aðgæta þetta. En ég komst aðeins fram á gang- inn. Lengra áræddi ég ekki fyrir einhverjum ónotabeyg, er greip mig. Ég hafði aldrei fyrr verið hrædd við að ganga um á minu eigin heimili — og það á björtum degi. En nú gat ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.