Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 5
Sveinn Víkingur:
Að gefa og þiggja
☆
Við lifum á öld sívaxandi verzlunar og viðskipta, öld
kaupa og sölu. Um þetta snýst hugur okkar meir og meir.
Og mat okkar á hlutunum markast af verði þeirra í búðum
og á sölumarkaði, og því, hversu mikið við getum fengið í
krónum og aurum fyrir framleiðslu okkar og vinnu. Um
þetta er keppt og barizt. Og sú keppni setur megin svip á
okkar nútíma þjóðfélag. Það er naumast lengur til sá hlut-
ur, sem ekki er falur, ef nógu mikið fé er fyrir hann boðið,
jafnvel sannfæring og samvizka.
Vafalaust er þetta engan veginn ný bóla. Ágirnd, ásælni,
gróðafikn og auðsöfnun virðist hafa fylgt mannskepnunni
svo langt, sem sögur ná, og sennilega ennþá lengra aftur í
tímann. Löngun mannsins til þess að safna og eignast bæði
ætt og óætt hefur löngum fylgt honum. En upphaflega voru
þessu þó allmikil takmörk sett, blátt áfram vegna þess, að
þá var svo litlu unnt að safna. Menn gátu þá lítið eignazt
umfram lélegar spjarir, til að skýla nekt sinni, og harla
takmarkaðan matarforða vegna þess, að engir möguleikar
eða kunnátta voru fyrir hendi til þess að varðveita hann
óskemmdan um lengri tíma.
Um verulega söfnun verðmæta var ekki að ræða, fyrr en
menn fundu upp það snjallræði, að búa til peninga í ein-
hverri mynd. Þeir voru gerðir úr haldgóðu efni, steini eða
málmi. Þess vegna þoidu þeir vel geymslu, og það fór heldur
ekki mjög mikið fyrir þeim, að minnsta kosti ekki, þegar
stundir liðu fram. Og fyrir þá var unnt að kaupa flest það,
sem hugurinn girntist — nema þá hamingjuna. Og fjöl-