Morgunn - 01.12.1967, Side 6
84
MORGUNN
breytni þess, sem fyrir þá mátti kaupa, fór sífellt vaxandi,
eftir því sem framleiðsla varningsins varð fjölbreyttari og
meiri.
Hér á landi varð þessi þróun tiltölulega mjög hægfara,
og raunar alveg fram á þessa öld. Peningar voru sjaldgæfir
hér og í fárra manna höndum. Viðskiptin við önnur lönd
voru aldrei mjög mikil vegna einangrunar landsins og aðal-
lega í vöruskiptum. Menn urðu því að búa að sinu og reyna
að vera sjálfum sér nógir um flest. Landið var óræktað, sjáv-
araflinn svipull vegna þess hvað aflatækin voru léleg. Það
var því ekki unnt að gera samskiptin við landið, né heldur
við sjóinn, að venjulegum viðskiptum. Þar var miklu fremur
um gjafir að ræða. Sjálft málið bendir Ijóst á þetta. Það var
talað um góðar gæftir, eða vel eða illa gæfi á sjóinn. Þetta
voru ekki viðskipti, heldur fyrst og fremst gjafir. Það var
talað um að gefa fénaðinum heyið. Það var ekki litið á þetta
sem viðskipti, þar sem fénaðinum væri selt fóðrið fyrir af-
urðirnar.
1 minni æsku heyrði ég miklu oftar talað um að gefa og
þiggja, en að selja og kaupa. Gestum var þá aldrei seldur
greiði. Bændurnir hjálpuðu hver öðrum án þess að reikna
það til verðs eða iauna. Ég held, að ég hafi verið kominn
fast að fermingaraldri, áður en ég keypti nokkurn skapaðan
hlut, að heitið gæti. Allt, sem ég átti og eignaðist, voru gjaf-
ir. Og ég vissi upp á hár um hvern minn hlut, hver hafði
gefið mér hann, og jafnvel hver hafði búið hann til. Þannig
var um leikföngin mín, karlana, sem bróðir minn tálgaði úr
skógviðarbálkum, smáa fugla úr ýsubeinum, litla sleðann
minn og margt fleira. Ég vissi hver hafði gert skóna mína,
prjónað sokkana og vettlingana, ofið tvistdúkinn í skyrtuna
og vaðmálið í buxurnar. Og þannig var einnig um flest hin
fábrotnu húsgögn. Maður vissi hver hafði smíðað þau, og
hafði jafnvel sjálfur horft á, þegar sumt af þessu var gert.
Fyrir vikið varð maður eitthvað svo nákunnugur hlutunum;
þeir urðu svo að segja lifandi, og sambandið við þá einkenni-
lega innilegt, eins og væru þeir beinlínis lífi gæddir.