Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Side 7

Morgunn - 01.12.1967, Side 7
MORGUNN 85 Á þessu öllu hefur orðið gjörbreyting á síðustu áratugum. Flest allt á heimilunum er útlent, búið til einhvers staðar úti í heimi af einhverjum höndum og vélum, sem maður veit engin skil á. Og þetta á ekki aðeins við um húsgögn, áhöld og tæki, heldur einnig um fatnaðinn og matvælin að miklu leyti. Flest er þetta gert af einhverju fólki, erlendu eða innlendu, sem maður veit engin skil á og aldrei hefur séð. Ég held, að ekki geti hjá því farið, að þetta hljóti að hafa veruleg áhrif á hugsunarhátt og allt viðhorf hinnar ungu kynslóðar til lífsins, og miklu meiri en við gerum okkur grein fyrir og hugsum um. Okkur getur ekki þótt vænt um hlut- ina á sama hátt og áður. Verzlunarsjónarmiðið er að verða meira og meira ráðandi. Allt er að verða falt, ef fé er í boði. Gildi hlutanna verður í vaxandi mæli verzlunarverðmæti. Samband okkar við hlutina er orðið losaralegra og kaldara. Sumir þrá það helzt og fremst að eignast peninga til þess að kaupa alveg nýja búslóð, sem talin er það augnablikið vera meira í tízku og fínni. Bóndinn hikar ekki við að losa sig við jörðina og búið, ef hann heldur að sér bjóðist meiri þægindi og hærra kaup í bæjunum. Og svona mætti lengi telja. Ég er ekki að áfellast fólkið fyrir þetta beinlínis. Þetta er hinn sterki straumur tímans, og það er ekki nema von, að hann hrífi ýmsa með sér. Það er heldur ekki hægt að loka augunum fyrir því, að umskiptin eða öllu heldur endaskiptin í þjóðlífinu á síðustu áratugum, hafa á marga lund verið framfarir til stórra bóta. Það hefur mikið áunnizt, en einnig margt tapazt. Og þá reikninga er erfitt að gera upp, svo rétt sé eða sanngjarnt að öllu leyti, enda skal það ekki reynt hér. En það, sem ég vildi einkum vekja athygli á hér, er þetta, að við megum ekki gleyma því í allri verzlunarvímunni og kapphlaupinu um peninga og stundarhagnað, að til eru þau verðmæti, sem hvorki geta né mega ganga kaupum og söl- um, og ekki eru háð framboði og eftirspurn, sem er eitt í dag og annað á morgun. Og ég leyfi mér að fullyrða, að í þeim flokki eru öll dýrustu verðmæti lífsins, og þau, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.