Morgunn - 01.12.1967, Side 8
86
MORGUNN
við megum allra sízt án vera. Ég þekki enga búð, þar sem
menn geta keypt sjálfa hamingjuna, og ég efast um, að þið
þekkið hana heldur.
Hvað sem ágæti viðskipta- og verzlunarþjóðfélagsins líð-
ur — og það hefur að sjálfsögðu sína kosti — þá er hið dýr-
mætasta alls, ekki söluvarningur, heldur gjöf — og við þiggj-
endur. En ef hið dýrmætasta í lífinu er jafnan gjöf, og við
þiggjendur, — og gefendur einstöku sinnum að minnsta
kosti, — þá hlýtur að vera hér um góðar gjafir að ræða.
Og þá vaknar eðlilega spurningin: Hvað er góð gjöf?
Þessu er engan veginn jafn auðsvarað og virðast kann í
fljótu bragði. Við umhugsun verður okkur þó þegar ljóst,
að hver gjöf hefur tvær hliðar. Og þær hliðar geta verið
mjög ólíkar og mismunandi. önnur hliðin veit að þeim, sem
gjöfina gefur, hin snýr að þiggjandanum.
Að því er gefandann snertir, getur gjöf hans í eðli sínu
því aðeins verið góð, að hún sé gefin af góðum, heilum og
kærleiksríkum hug, og með einlægri ósk um það, að hún
megi verða þiggjandanum til gagns, gleði og blessunar. —
Gjöfin lýtur ekki venjum viðskiptalífsins um það, að hún sé
því betri sem hún er meiri að verðgildi. Engin gjöf er góð,
ef hún er gefin af fordild eða af hégómlegri löngun eftir
hrósi í blöðum eða útvarpi, né heldur sé hún gefin af hroka-
fullu yfirlæti, líkt og fleygt sé beini fyrir hund. Ekki er það
heldur góð gjöf, sem gefin er í því skyni að afla sér persónu-
legs ávinnings, embættis eða frama. Það er múta en ekki
gjöf. Stundum eru gjafir gefnar eingöngu vegna heimsku-
legrar tízku eða spilltrar siðvenju og af því að menn ,,kunna
ekki við annað“, eins og sagt er. Svo er stundum um tæki-
færisgjafir, um afmæli, fermingar eða brúðkaup. Ekki eru
þetta heldur góðar gjafir, þegar slíkt hugarfar býr að baki.
En — er þá ekki allt í lagi, ef gjöfin er sannarlega gefin
af góðum hug og kærleika? Hvað eigum við t. d. að segja
um þær gjafir, sem við sérstaklega nefnum Guðsgjafir, lífið
sjálft, hæfileika okkar og gáfur? Hljóta það ekki að vera að
öllu leyti góðar gjafir og fullkomnar? Þó verður því ekki