Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 9
MORGUNN
87
neitað, að þessar gjafir fæi’a sumum, að því er virðist, litla
hamingju, en mikil vonbrigði og kvöl. Mörgum verður lítið
úr góðum gáfum og ágætum hæfileikum. Sumum sýnist
verða þetta jafnvel til böls og ógæfu, bæði fyrir þá sjálfa
og aðra menn. Þetta sýnir, að það nægir engan veginn, að
gjöfin sé góð af hálfu gefandans. Hin hlið hennar skiptir
ekki síður miklu máli, sú sem að þiggjandanum veit.
Engin gjöf er svo góð, engin gáfa svo fullkomin, að hún
geti náð fyllilega tilgangi sínum, nema þiggjandi hennar
skynji jafnframt og skilji, að eftir er þá hans hluti sem
þiggjanda, hans hlið, hans ábyrgð, að verja gjöfinni rétt,
gera hana ekki ónýta eða jafnvel verri en ónýta. Þetta er
hinn mikli vandi þiggjanda hverrar góðrar gjafar.
Segja má, að það sé i sjálfu sér ósköp auðvelt og vanda-
laust að þiggja góða gjöf. Við erum öll sífellt að þiggja slík-
ar gjafir. Við erum það ekki aðeins daglega, heldur oft á
dag. Hver stund færir okkur góðar gjafir bæði frá Guði
og mönnum. Þær eru að vísu ekki allar vafðar í silkipappír
og með skrautlegri áletrun. En þær eru ekki verri fyrir það.
En okkur hættir svo herfilega til þess, að láta okkur sjást
yfir þær, eða þiggja þær með einskonar sjálfskyldu, taka
við þeim eins og sjálfsögðum hlut, og gera jafnvel vægðar-
lausar kröfur til Guðs og manna, um að láta okkur þær í té.
Sumir eru þó þeir, sem kunna að meta þessar gjafir og
þakka þær. Og vegna þess verða þeir sjálfir hamingjusamir.
Það er svo afskaplega mikilvægt að eiga þakkar-hugarfarið.
Aðrir eru sífellt vanþakklátir. Það er þeim sjálfum verst.
Það kemur þeim sjálfum í koll. Þakkar-hugarfarið er undur-
samleg hjálp til þess, sem mestu máli skiptir, en það er, að
hin góða gjöf geti orðið fuilkomin með því að verða einnig
þiggjandanum til farsældar. Vanþakklætið er aftur á móti
oft vissasta leiðin til þess að spilla þeim gjöfum.
Það kann að vera ágætt að vera hygginn í viðskiptum og
að ýmsu leyti gaman, að vera vel efnum búinn, ef maður
leggur ekki önnur og dýrari verðmæti í sölurnar fyrir það.
En slík viðskipti ná ekki yfir nema harla takmarkað svið