Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 11
Er nokkuð að marka það,
sem miðlar segja?
☆
Það kann að þykja undarlegt, að slíkri spurningu sé varp-
að fram í tímariti Sálarrannsóknafélags Islands. Og ein-
hverjir kunna að hugsa með sjálfum sér eitthvað á þessa
leið: Er það nú komið svona? Ef sjálfir spiritistarnir eru nú
teknir að efast um, að mark sé á miðlunum takandi, er þá
ekki eðlilegt, að andstæðingar þessara fyrirbæra leggi lítið
upp úr þeim og vilji þar hvergi nærri koma?
Þeir, sem þannig spyrja, láta sér sjást yfir tvennt: 1 fyrsta
lagi það, að Sálarrannsóknafélagið er engan veginn söfnuð-
ur eða trúfélag, þar sem sannfæring manna er bundin af
kennisetningum, sem menn verða að játa og trúa skilyrðis-
laust og i blindni. Þvert á móti er félagið, eins og nafnið
bendir til, rannsóknafélag, þar sem reynt er fyrst og fremst
að gera sér grein fyrir vísindalegum rökum bæði með og
móti framhaldi lífs eftir líkamsdauðann, og ef svo er, mögu-
leikum á sambandi á milli þeirra, sem látnir eru og hinna,
sem eru lifandi á jörðinni. Af þessu leiðir, að í slíkum félags-
skap eiga allir þeir heima, sem hafa áhuga á því, að reyna
að kynna sér það sanna og rétta í þessum efnum.
1 öðru lagi láta slíkir menn sér sjást yfir það, og það er
leiðinlegast fyrir þá sjálfa, að enginn skynsamur, gætinn og
hugsandi maður á nokkurn tíma að taka afstöðu til nokk-
urs málefnis, hvorki með því eða móti, fyrr en eftir að hann
hefur kynnt sér málið eftir föngum, og þær rannsóknir fær-
ustu manna, sem að því lúta og rök þeirra fyrir þeim niður-
stöðum, sem þeir hafa komizt að. Þetta er sú krafa, sem
réttmætt er að gera til allra skynsamra manna. Og þetta er
einnig sú krafa, sem þeim ber að gera til sjálfra sín.