Morgunn - 01.12.1967, Page 12
90
MORGUNN
Sál mannsins, hæfileikar þeir og kraftar, sem hún býr
yfir og það, hvort eða hvernig hún lifir eftir likamsdauð-
ann, er svo mikilvægt rannsóknarefni, og niðurstöður þeirra
rannsókna, bæði þær, sem þegar eru fengnar, og hinar, sem
enn eru í deiglunni, svo þýðingarmiklar fyrir líf okkar og
lífsskoðun, að öllum ætti að vera það sameiginlegt áhuga-
mál, að hið sanna og rétta í þeim efnum megi þar koma al-
veg óvéfengjanlega i 1 jós. Að því ber að stefna, að þetta verði
þekkingaratriði, en ekki aðeins trúar- eða vantrúaratriði
einstaklinganna, eftir því hvernig þeir eru gerðir.
Nú verður því ekki neitað, að margir telja, að fram til
þessa hafi veigamestu sannanirnar fyrir framhaldslífi og
sambandinu við framiiðna menn fengizt fyrir störf þeirra,
sem við einu nafni nefnum miðla, og vegna rannsókna á
hæfileikum þeirra. En jafnframt eru miðlarnir það fólk, sem
oft hefur orðið fyrir afar harðri gagnrýni, og þeim þráfald-
lega verið borin á brýn bæði svik og blekkingar. Þessar
ásakanir eru og hafa jafnan verið misjafnlega veigamiklar,
eins og gengur. Og ásakanir í þeim efnum oft meira af óvild
í garð spiritismans, en af hógværð og rökum. Slikar ásak-
anir eru að sjálfsögðu ekki mikils virði. Aðrir hafa haft
veigameiri rök fyrir sínu máli. Því verður ekki neitað, að
til hafa verið þeir, sem með blekkingum hafa notað sér
auðtrúa fólk i fjárgróðaskyni. En þar með er að sjálfsögðu
ekki sannað, að starfsemi miðlanna yfirleitt sé eintóm svik
og blekking. Hins vegar ber að sjálfsögðu að varast öfgarn-
ar einnig á hina hliðina, viðurkenna, að miðlarnir eru ekki
óskeikulir fremur en aðrir dauðlegir menn, og misjafnlega
mikið upp úr því leggjandi, sem þeir segja, og jafnvel gera
ráð fyrir því, að þar geti verið um vísvitandi eða óafvitandi
blekkingar að ræða.
1 hinni merku bók The Enigma of Survival ræðir prófessor
Hornell Hart um það, hve mikið mark sé á miðlum takandi,
og hvað rannsóknir hafi gefið til kynna í því efni. Mun ég
einkum styðjast við frásögn hans um það, sem hér fer á eftir.
Hann hefur mál sitt á því, að geta ummæla nokkurra