Morgunn - 01.12.1967, Page 13
MORGUNN 91
manna um miðla og störf þeirra. Þar skiptir allmjög í tvö
horn.
Maður er nefndur Joseph F. Finn. Hann var um skeið í
Brezk-Ameríska Sálarrannsóknafélaginu, en gerðist síðan
varaforseti Félags amerískra sjónhverfingamanna, og var
lengi í nánum félagsskap við hinn fræga töfrabragðamann
Houdini. 1 bók, sem hann skrifaði árið 1950, er hann allt
annað en mjúkur í máli í garð miðlanna, og segir þar með-
al annars:
,,Ég hlýt að taka þá afstöðu, að ekkert það hafi komið
fram, sem talizt geti sönnun fyrir framhaldi lífs eftir dauð-
ann, né sambandi við látna menn. Við rannsóknir mínar hef
ég aldrei fyrirfundið annað en svik, og aldrei kynnzt nokk-
urri manneskju, sem haft hafi dulræna (supernormal) hæfi-
leika.“
Gætilegar miklu talar Charles J. Seymour, sem einnig hef-
ur ritað bók um þessi efni. Hann segist hafa verið sannfærð-
ur um það fyrirfram, er hann hóf rannsóknir sínar, að allir
miðlar væru svikarar, en vegna rannsókna sinna hafi hann
neyðzt til að skipta um skoðun. Hann segir:
„Maður heyrir getið um svikamiðla alitaf öðru hvoru.
Þeir eru þar eins og þjófar í herbúðum. En það er unnt að
forðast þá, ef farið er gætilega. Og forustumenn spiritism-
ans hafa gengið manna bezt fram i því, að gera slíkum ræn-
ingjum sem örðugast fyrir.“
Að lokum tekur prófessor Hart þessi ummæli eftir Eric
Dingw'all árið 1956:
,,Það er vafasamt, hvort til eru 20 miðlar í veröldinni,
sem borgi sig að leita til. En á hinn bóginn getur hitzt svo á,
að slíkur maður búi í sömu götu og þú. Víðsýnn og gætinn
maður hefur báða þessa möguleika í huga og breytir sam-
kvæmt því.“
Hvað mundi nú vera hið sanna í málinu? Til þess að svara
þeirri spurningu, segir prófessor Hornell Hart frá rannsókn-
um á hæfileikum nokkurra miðla. Verður sú rannsókn rakin
hér, en allmikið stytt.