Morgunn - 01.12.1967, Page 14
92
MORGUNN
Frú Piper.
Frú Leonora E. Piper hefur sennilega verið ein af merk-
ustu miðlum í sögu sálarrannsóknanna. Þegar á barnsaldri
tók að bera á dulhæfileikum hennar. Dulgáfur hennar voru
ítarlega rannsakaðar af hinum hæfustu mönnum, þar á með-
al prófessor William James, dr. James Hyslop, dr. Richard
Hodgson o. fl.
Prófessor James segir:
„Þegar ég tek til athugunar það, sem mér er fullkunnugt
um hæfileika frú Piper, er ég jafn sannfærður um það og
tveir og tveir eru fjói’ir, að í miðilsástandi veit hún hluti,
sem henni á engan hátt í vöku gat verið kunnugt um.“
Dr. J. Hyslop ritaði niður jafnóðum 1132 atriði, sem frú
Piper sagði frá á 15 fundum, sem hann sat með henni árið
1901. Af þeim reyndust 77 af hverju hundraði sannanlega
rétt og aðeins 5 af hundraði voru með vissu röng. Um 18 af
hundraði tókst ekki að afla sannana um, hvort rétt væru
eða ekki.
G. N. M. Tyrell segir svo um frú Piper í bók árið 1935:
„Allir þeir vísindamenn, sem rannsökuðu frú Piper, voru
á einu máli um það, að um sannanir fyrir dulhæfileikum
hennar væri ekki unnt að deila.“
Dr. Richard Hodgson, sem var mjög efagjarn og gætinn í
rannsóknum dularfullra fyrirbæra, gerði sér ferð frá Ástra-
líu til Ameríku, beinlínis til þess að rannsaka miðilshæfileika
frú Piper. Hann gekk svo langt, að hann réði leynilögreglu-
menn til þess að elta frú Piper, hvert sem hún fór og fylgj-
ast nákvæmlega með því, hvort hún reyndi leynilega að afla
sér einhverra upplýsinga. Hann bannaði henni gjörsamlega
að líta í blöðin þá daga vikunnar, sem fundir voru haldnir.
Hann gætti þess, að láta frúna aldrei vita um það fyrirfram,
hverjir sitja mundu á fundi. Og oft fékk hann þá menn á
fund, sem hann rakst á af hendingu eða langt að voru komn-
ir, menn sem hún gat ekki svo mikið sem haft hugmynd um
að væru til, hvað þá að hún vissi á þeim nokkur deili.