Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Page 15

Morgunn - 01.12.1967, Page 15
MORGUNN 93 Um þessar rannsóknir skrifaði prófessor James í Psycho- logical Review árið 1938: „Dr. Hodgson lítur svo á, að svik af hálfu frú Piper geti ekki hafa komið til greina. Ég er honum þar algjörlega sam- mála. Þessi miðill hefur verið undir eftirliti, og oftast mjög ströngu eftirliti um allt það, sem snertir líf hennar og hegð- un. Það eftirlit hefur verið framkvæmt í hart nær 15 ár, og í því hafa margir tekið þátt, sem höfðu fullan hug á því að reyna að finna eitthvað grunsamlegt í fari hennar. Á öllum þessum tíma hefur ekki komið í ljós eitt einasta tortryggi- legt atriði, né heldur gátu menn gefið nokkurn snefil af skyn- samlegri skýringu á því, hvernig miðill hefði með eðlilegum hætti getað aflað sér þeirrar vitneskju, sem fram kom á fundum hennar, varðandi allan þann fjölda gesta, er fundi hennar sátu.“ F. W. H. Myers segir um hana árið 1890: „Þegar á allt er litið, er ég sannfærður um það, að allir þeir, sem setið hafa fundi hjá frú Piper, bæði í Ameríku og í Englandi, hafi séð nóg til þess að geta lokið upp um það ein- um munni: 1. Að margt það, sem hún sagði frá í miðilsástandi, var þannig, að hinn slyngasti leynilögreglumaður hefði ekki getað grafið það upp. 2. Að afla sér þekkingar um ýmis önnur atriði, sem þar komu fram, og kynni að hafa verið mögulegt, hefði hlotið að kosta frúna miklu meiri tíma og fé en hún gat haft ráð á. 3. Að framkoma hennar hefur aldrei gefið hið minnsta tilefni til að væna hana um svik, og hafa þó fáar manneskjur verið jafn umsetnar og hún. En allir, sem bezt fylgdust með daglegri framkomu hennar, töldu hana bera vott um ein- lægni, hreinleika og ráðvendni.“ Að lokum skulu tilfærð orð prófessors James H. Leuba, sem var einn af hörðustu andstæðingum spiritismans, og trúði alls ekki á framhald lífs eftir dauðann. Hann sagði árið 1916: „Heiðarleiki frú Piper hefur aldrei verið dreginn í efa.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.