Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Side 17

Morgunn - 01.12.1967, Side 17
MORGUNN 95 kom „í gegn“, eins og kallað er, og þeir ræddust við á hol- lenzku góða stund. Þá sannfærðist doktorinn algjörlega, enda var vitanlegt, að frú Thompson kunni sjálf ekkert í hollenzkri tungu. Um frú Thompson segir frú Verral að lokum á þessa leið, eftir að hafa lýst rannsóknum sínum: „Ég vil að lokum endurtaka það, og legg á það áherzlu, að öll kynni mín af frú Thompson voru þannig, að ekki féll á hana minnsti grunur um svik, né heldur kom nokkuð það fram, sem gefið gat mér tilefni til að gruna slíkt. Ég tel það vera hafið yfir allan efa, að hún vissi margt, sem hún ekki gat hafa aflað sér vitneskju um með venjulegum hætti, og að getsakir um svik af hennar hálfu eru út i hött og geta engan veginn skýrt fyrirbærin.“ Frú Leonard. Gladys Osborne Leonard var einnig í hópi allra beztu miðla, og í rauninni ekki talin standa frú Piper að baki, og jafnvel framar að sumu leyti. Hún var mjög skyggn þegar í bernsku. Það var hún, sem sannaði Sir Oliver Lodge svo rækilega, að Raymond sonur hans, sem fórst i heimsstyrj- öldinni 1915, væri sá, sem við hann talaði á fundum hennar, að hann gat ekki um það efazt, að sonur hans lifði eftir dauðann og hefði samband við hann. Um þetta skrifaði þessi frægi vísindamaður bókina Raymond árið eftir, bók, sem vakti afar mikla athygli, sem kunnugt er. Eitt af því, sem glöggt bar vitni um dulhæfileika frú Leonard, voru tilraunir þær, sem gerðar voru til þess að ganga úr skugga um það, hvort hún gæti sagt rétt til um það, hvar bók væri að finna í bókaskáp, þar sem hún aldrei hafði komið í vöku, og ennfremur að lesa á lokaða bók og svara því rétt, hvaða setning stæði þar á tiltekinni blaðsíðu, og fleira þess háttar. Um niðurstöðu þeirra tilrauna segir frú Sidgwick: „Ég hef leitazt við að telja saman lauslega, hverjar eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.