Morgunn - 01.12.1967, Page 21
MORGUNN
99
Slík þekking á dulsviðum sálarlífsins kann að vísu að beina
rannsóknum varðandi framhaldslifið og sambandið á milli
þeirra, sem lifa og hinna, sem látnir eru kallaðir, inn á nýj-
ar brautir að einhverju leyti, brautir, sem ég ekki tel ósenni-
legt að kynnu að reynast ennþá heppilegri og öruggari til
árangurs og sannana en þær, sem hingað til hafa verið
farnar.
Það eitt er víst, að árar verða ekki lagðar í bát. Til þess
er spurningin um framhald lífsins of mikilvæg og áhuginn á
fullkominni lausn hennar brennandi í hjörtum milljónanna.
Og í þeim rannsóknum verður ekki í framtíðinni fremur
en hingað til gengið fram hjá þeim, sem beztum miðilshæfi-
leikum eru gæddir. Allar líkur benda til, að þeir muni halda
áfram að verða að verulegu leyti nokkurs konar brú á milli
heimanna, og að haldið verði áfram að taka mark á því,
sem miðlarnir segja, enda þótt það skuli fúslega viðurkennt,
að þeir eru ekki óskeikulir fremur en aðrir menn.
Sveinn Víkingur.