Morgunn - 01.12.1967, Page 22
Sveinn Víkingur:
Trúarhvöt mannsins
☆
Það hefur komizt fluga inn í skrifstofuna til mín. Þetta
er ósköp venjuleg húsfluga. Hún er að skríða á gluggarúð-
unni. Og það er sólskin úti og vorblíða. Þessi fluga truflar
mig við starfið, og ég get ekki annað en veitt henni vaxandi
athygli. Hún er fjörug og mikið á ferðinni, enda er vegur
hennar greiðfær og góður, rennislétt rúðan. Hún skríður og
skríður sitt á hvað. Stundum fer hún beint áfram, stundum
í ótrúlegustu króka og hlykki. Hún hefur það til að nema
allt í einu staðar, bíður góða stund, og tekur síðan að hring-
sóla á ný.
Hvað veldur þessu atferli flugunnar? Hvað ræður stefnu
hennar í hvert skipti ? Eru það einhver ytri skilyrði eða lög-
mál, sem þetta flakk hennar sitt á hvað stjórnast af, eða er
það eitthvað í flugunni sjálfri, sem ræður bæði stefnunni
og hraðanum hverju sinni ? Ekki þekki ég, né hef heyrt getið
um nokkurn vísindamann í veröldinni, sem er svo fróður, að
hann geti skýrt til fullnægjandi hlítar þetta ferðalag flug-
unnar á rúðunni, eða heimfært það undir nokkur óbreytileg
lögmál efnisheimsins, og því síður getur hann sagt fyrir eða
spáð um það með nokkrum rökum, í hvaða átt hún muni
skríða næst. Fu.ll ástæða er því til að ætla, að það sé eitthvað
í flugunni sjálfri, sem stefnu hennar ræður hverju sinni. En
— hvað er það?
Náttúrufræðingum mun yfirleitt koma saman um það, að
einhver ómeðvituð ávísun eða hvöt ráði að verulegu leyti at-
ferli dýranna, einkum hinna svonefndu lægri tegunda, en
komi þó einnig fram og gæti nokkuð með æðri dýrum og
jafnvel manninum hka. Þetta hafa verið nefndar eðlishvatir