Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 23

Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 23
MORGUNN 101 einu nafni. Um upphaf þeirra er flest á huldu, en tilgangur þeirra virðist vera sá, að vera dýrunum til hjálpar og leið- beiningar í baráttu þeirra fyrir lífinu og til viðhalds kyn- stofninum. Á þessu byggist atferli flugunnar á rúðunni frem- ur en á viti hennar, vilja eða hugsun. Við þekkjum mætavel þá staðreynd, að krían kemur hing- að alltaf um sama leyti á hverju voru. Ef komu hennar seinkar um einn dag eða svo, er það vafalítið að kenna and- byr, sem hún hefur hreppt á leiðinni yfir hafið. Enginn mun telja sennilegt, að hin reglubundna koma kriunnar stafi af því, að hún sé svona frámunalega vel að sér í almanakinu, og ekki hefur hún heldur neinn venjulegan áttavita í vas- anum til þess að rata eftir hina óralöngu leið. Hér virðist það vera eðlishvötin, sem bæði knýr hana af stað og vísar henni veginn. Sannað er, að sömu farfuglarnir koma á sömu slóðirnar ár eftir ár og verpa jafnvel á sömu þúfunni. Ekki er líldegt, að þetta stafi af meðvitaðri átthagaást, né heldur af frábæru minni í venjulegum skilningi þess orðs, enda þótt örðugt sé og óvarlegt að fullyrða nokkuð í þeim efnum. Samt sem áður verður það að teljast mjög vafasamt, að dýrin skynji tímann á sama hátt og við, eða geti gert sér meðvitaðan greinarmun á fortíð, nútíð og framtíð, enda þótt sum þeirra, til dæmis mörg húsdýrin okkar, virðist geyma minningar um fortíðina, að minnsta kosti að einhverju leyti. En þrátt fyrir það er ekki líklegt, að þau geti skynjað eða munað líf sitt sem óslitna heild, og því síður gert sér nein- ar áætlanir um framtíð sína. Ekki er þó unnt að neita því, að margt bendir á hugsun og hugsanaályktun hjá sumum hinna æðri dýrategunda. En sú hugsun er þó vafalaust óljós og í molum, og ef til vill skyldari því, sem nefnt er hugboð. Þarfir augnabliksins og eðlislægar hvatir sýnast vera mestu ráðandi, og því nær öllu, að því er hinar lægri dýrategundir snertir. Ef við nú berum breytni mannsins saman við hringsól flugunnar á gluggarúðunni, er um augljósan og stórfelldan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.