Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 24
102
MORGUNN
mun að ræða. Sá munur er þó sízt í því fólginn, að maðurinn
sé háðari umhverfinu og ytri aðstæðum en flugan. Þvert á
móti. Hann er öllum öðrum dýrum frjálsari gagnvart um-
hverfinu og getur jafnvel breytt því að verulegu leyti og
lagað það til að vild sinni. Hann klæðir af sér kuldann, bygg-
ir sér þægileg hús til þess að dvelja í, smíðar sér margvísleg
áhöld og tæki, ræktar akra og aldintré og tekur jafnvel sjálf
náttúruöflin í þjónustu sína í hraðvaxandi mæli.
Maðurinn er hugsandi vera. Hann geymir og varðveitir
endurminningar um fortíðina, sem verða honum til leiðbein-
ingar í nútíðinni, ýmist til varnaðar eða hvatningar. Hann
hagnýtir ekki aðeins eigin reynslu, heldur varðveitir þekk-
ingu horfinna kynslóða og hefur fundið upp tæki til þess að
miðla þeirri þekkingu á margvíslegan hátt. Til þessa kemur
honum að mestu haldi málið, bæði hið talaða og ritaða.
Hann reynir og að gera sér grein fyrir framtíðinni og miðar
því störf sín einnig við hana, en ekki eingöngu við líðandi
stund. Vegna skynsemi sinnar og hugsunar getur hann borið
saman, vegið og metið þær leiðir og þau úrræði, sem hann
kemur auga á hverju sinni, og valið það, sem hann telur sér
hagkvæmast og heppilegast. Allt þetta gerir hann í senn
frjálsari og óháðari umhverfi sínu um leið og það eykur getu
hans til framfara og stórra átaka, þar sem vit og snilli hinna
mörgu sameinast, og margir geta hjálpazt að því, að velta
þeim grettistökum, sem einum er ofvaxið að bifa.
Að vísu hefur hann sínar frumstæðu eðlishvatir, sem hann
hefur tekið í arf, en hann er ekki bundinn þeim lengur á
sama hátt og dýrið. Stundum stjórna þær að vísu gerðum
hans og vali, en oftlega berst hann líka gegn þeim, bælir
þær niður og reynir að sigra þær, og þykist maður að meiri
fyrir vikið.
Þannig er nú komið, að maðurinn hefur vitandi vits að
verulegu leyti brotizt undan valdi eðlishvata sinna, eða reyn-
ir að minnsta kosti oft að gera það, og telur það skyldu
sína að hafa hemil á þeim, eða þá að beina þeim í aðra far-
vegu og fágaðri. Þær eru ekki orðnar lengur hið allsráðandi