Morgunn - 01.12.1967, Side 25
MORGUNN
103
afl í lífi hans á sama hátt og meðal dýranna. Samfara ytra
frelsi hefur hann einnig öðlazt innra frelsi, og er því ekki
lengur jafn háður eðlishvötum sínum og áður. En þetta tvö-
falda frelsi leggur honum á herðar mikinn vanda. Hann
verður að freista þess að rata sjálfur hinn rétta veg í stað
þess að fela sig hugsunarlaust meðfæddum hvötum á vald
að hætti dýrsins. Hann treystir þessum hvötum ekki lengur,
heldur reynir að brjótast undan valdi þeirra og bæla þær
niður. Hann hefur tekizt á hendur þann stóra vanda, að
velja sjálfur og hafna, og um leið ábyrgðina, sem því fylgir.
Ef það er rétt, að eðlishvötin ráði langsamlega mestu um
allt atferli dýranna og knýi þau beinlínis til athafna, er
harla eðlilegt, að spurning hljóti að vakna um það, hvað það
muni vera, sem einkum knýr manninn til starfs og átaka,
eftir að hann hættir að gefa sig eðlishvötum sínum skilyrðis-
laust á vald, og tekur þess í stað jafnvel að bæla þær niður
og breyta gegn ávisun þeirra á margan hátt.
I háskólanum var okkur kennt, að sálarlíf mannsins
greindist einkum í þrjá meginþætti: Vitund, tilfinningu og
vilja. Sagt var, að það, sem maðurinn skynjaði, og þannig
kæmist inn í vitund hans, vekti þær tilfinningar eða viðhorf,
er ýmist væru þægileg og þá sköpuðu unað og ílöngun, eða
óþægileg og yllu þá þjáningu og ótta. Síðan kæmi viljinn til
sögunnar, er væri vísvitandi viðleitni mannsins til athafna,
sem miðuðu að þvi að fullnægja ílönguninni eða forðast það,
sem vakið hafði tilfinningu þjáningar eða ótta.
Skynjanir og tilfinningar kannaðist ég mæta vel við. En
hinn þriðja þáttinn, sem nefndur var vilji, átti ég öllu erfið-
ara með að skilja og átta mig á, hvað væri í raun og veru.
Ef viljinn var aðeins afleiðing skynjana okkar og tilfinn-
inga, þá var engan veginn unnt að nefna hann sjálfstæðan
þátt sálarlífsins. Hann var þá bara innihaldslaust og fánýtt
orð — meiningarleysa.
Sumir hafa líkt viljanum við vog eða metaskálar, þar sem
á aðra skálina er lagt allt það, sem mælir með ákveðinni
athöfn, en á hina það, sem í gegn henni er. Þarna kemur