Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Page 26

Morgunn - 01.12.1967, Page 26
104 MORGUNN harla margt til greina: tilfinningar og langanir, skynsemi og þekking, siðaboð, venjur og lög, margs konar tillit til ann- arra manna og áhrif frá þeim, bæði bein og óbein, hagnaðar- von, metnaður og margt fleira. Ákvörðunin fari síðan eftir því, hvor skálin verði þyngri að lokum. Þessi líking er þó harla fánýt, þegar að er gáð. Vogar- skálarnar ráða engu um það, hvor þeirra sígur að lokum, heldur þyngd þess, sem á hvora þeirra er lagt, og fer um það samkvæmt aðdráttarafli jarðar. Og það, sem kallast þyngd í þessari líkingu, er í rauninni algjörlega einstaklings- bundið og hverju sinni komið undir mati hans sjálfs á því, sem honum finnst mæla með eða mót athöfn sinni. Og að lokum: Hver leggur rökin á metaskálarnar bæði með og móti? Og hvar er vissan fyrir því, að sá sem það gerir tíni allt til og dragi þar ekkert undan? Allt virðist mér því benda til þess, að það sé enginn einn þáttur í eðli mannsins, sem ákvarðanirnar tekur, heldur séu þar allir þættir persónuleikans að verki. Það er hann, sem leggur sitt mat á allar aðstæður hverju sinni. Sumar þess- ar aðstæður geta verið þannig, að þær beinlínis bindi eða hefti athöfn hans. Að því leyti er hann ekki frjáls gerða sinna. Getu hans og orku eru takmörk sett. Aðrir menn, eða óhagstæð ytri skilyrði og geta, hindrar framkvæmd hans. Eigi að síður finnur maður það jafnan skýrt og glöggt, að hann á margra kosta völ, honum er gefið verulegt valfrelsi, enda þótt það sé ekki ótakmarkað, og ber þess vegna ábyrgð athafna sinna að svo miklu leyti, sem honum er valið frjálst. Þetta er staðreynd, sem ekki er unnt að hrekja með nein- um heimspekilegum né trúfræðilegum bollaleggingum. En hitt er líka staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að þetta val getur oft orðið mjög erfitt vegna þess, að tilfinn- ingar og eftirlanganir, annars vegar, og skyldur, siðaboð og lög hins vegar, rekast stundum hastarlega á, maðurinn verð- ur líkt og á milli margra elda, og ákvörðunin svo örðug, að honum liggur við að leggja árar í bát.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.